Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 28
ætli hafi orðið um hana? Við flýt-
um okkur af stað til baka. Nú eru
komnir menn í svörtum og gul-
um kápum, sem sprauta yfir allt.
Þarna eru líka 3 menn í svörtum
jakkafötum með alls konar glingri
utan á. Þeir eru að tala við hóp af
krökkum. Við flýtum okkur nær
til að heyra hvað þau segja. Krakk-
arnir segja að það sé gaman að
brenna sinu og þeir ætluðu að
brenna smávegis, en eldurinn varð
meiri en svo, að þeir gætu haft
stjórn á honum.
Síðan fara börnin í burtu, svörtu
og röndóttu karlarnir líka. Víða
rýkur upp á milli þúfnanna og
jörðin er svo heit, að við getum
ekki vappað eftir henni.
Viðð leitum og leitum að vin-
um okkar en sjáum ekkert. Það
líður langur tími og þá finnum við
loksins þúfuna, þar sem heimili
okkar var. Það er allt í rúst. Eg fer
að hágráta og karlinn minn er að
bresta í grát líka. Við huggum
hvort annað og þökkum guði
fyrir, að við vorum ekki komin
með ófleyga unga í hreiðrið okkar.
Brátt fundum við leifar af vinum
okkar, músunum. Allar litlu mýsl-
urnar dánar. Jörðin hefur hitnað
Þakkir til gefenda
Það hefur fœrst í vöxt undanfar-
ið, að skólabörn haldi hlutaveltur
til ágóða fyrir Dýravernd og Dýra-
spítala Watsons. Hér konia nöfn
á nokkrum þeirra og eru það skóla-
stúlkur úr grunnskólum í Reykja-
vík, Kópavogi og Hafnarfirði. All-
ar hafa þœr unnið gott starf í þágu
málleysingjanna og öllum er þeim
hér með þakkað kcerlega fyrir
hjálpina.
Helena Gylfadóttir
Helga M. Gunnarsdóttir
Asta S. Haraldsdóttir
Ragnhildur Gunnlaugsdóttir
Linda Gunnlaugsdóttir
Inga Lára Gylfadóttir
Jóhanna Rúnarsdóttir
Svanhildur Reynisdóttir
Helga H. Einarsdóttir
Elísa Magnúsdóttir
Súsanna Rafnsdóttir
Karólína Rafnsdóttir
Ólöf Gunnarsdóttir
Anna R. Björnsdóttir
Hulda G. Valdimarsdóttir
Ingibjörg Arnardóttir
28
Hrefna Arnardóttir
Sandra Magnúsdóttir
Margrét Jóhannsdóttir
Anna Soffía Reynisdóttir
Bryndís Jónsdóttir
Unnur Birgisdóttir
Þórdís Ingadóttir
Samtals söfnuðu þcer
tcepum 50 þúsund kr.
Systurnar Lára og Kristín sendu
gjöf til S.D.Í. kr. 1.000.
Með þökkum móttekið.
Hilmar Norðfjörð, gjaldkeri.
Hundasýning
14. október s.l. hélt Hundarækt-
arfélag íslands hundasýningu að
Varmá í Mosfellssveit. Um 100
hundar voru dæmdir á sýningunni
og einnig kom fjöldi áhorfenda.
Hundana dæmdi enskur, alþjóðleg-
ur hundadómari.
Sýningin tókst mjög vel og var
Hundaræktarfélaginu til sóma.
Nánar verður skýrt frá sýning-
unni í næsta blaði og birtar
myndir. J. S.
svo mikið að þau höfðu hlaupið
út úr holunni sinni og út í eldinn.
Eg skil ekkert í mannabörnunum,
hvernig þeim getur dottið svona
hræðilegt í hug. Það deyja ábyggi-
lega fleiri dýr en músafjölskyld-
an í svona bruna.
Eg fer að þvo mér um gogginn,
því að ég er orðin svo skítug. Karl-
inn minn kemur fljúgandi til mín.
Hann vill að við byrjum strax að
leita að nýjum stað. Við verðum
að byrja allt upp á nýtt. Allt er það
brunanum að kenna.
Jóhanna Rútsdóttir,
8. J. J. Langholtsskóla.
Spurningar og svör
Gerir það nokkuð til þótt ég
máli myndir í skærum litum innan
á veggina í hænsnahúsinu heima?
Jón.
SVAR: Nei, það hefur engin
áhrif á hcensnin.
Eg á tvo kvenfugla af páfa-
gaukum og eru þeir báðir með
brúna rönd efst á nefi. Væri það
ráðlegt að fá bara einn karlfugl
(blátt á nefi) handa þeim? - Hans.
SVAR: Nei, það vceri ekki ráð-
legt. Sennilega mundi annar kven-
liggja dauður í búrinu eftir áflog,
sem orsakast af afbrýðisemi.
Kæri Dýraverndari. Kunnið þið
nokkur góð ráð til þess að ná stygg-
um hestum? - Kristín H.
SVAR: Fyrst og fremst skalt þú
ganga mjög rólega í átt að hestin-
um. Haltic beislinu í annari hendi
aftan við bakið, svo að hesturinn
sjái það ekki. í hinni hendinni er
gott að hafa ilmandi töðutuggu
(heytuggu). Gcettu þín vel, ef hest-
urinn er slcegur.
DÝRAVERNDARINN