Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 19

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 19
Frá Dýraverndunarfélagi Akureyrar TIL AKUREYRARBLAÐANNA Vinsamlega birtið eftirfarandi orðsendingu frá Dýraverndímarfé- lagi Akureyrar: Hundaeigendur eru alvarlega ininntir á, að hafa hunda sína aldrei lausa úti, því óheimilt er að láta hunda vera úti nema þeir séu í bandi. Ennfremur ber að skrásetja alla hunda í bænum og hafa þá tryggða. (Samanber reglugerð um hundahald á Akureyri). Dýraverndunarfélag Akureyrar Kattaeigendur eru vinsamlega beðnir að gæta vel katta sinna og hafa þá í bandi þegar þeir eru úti. Þetta er sérlega nauðsynlegt yfir varptíma fuglanna, ekki síst þeg- ar ungarnir eru komnir úr hreiðr- unum en eru ófleygir. Ef kötturinn er vaninn á, meðan hann er ungur, að vera í bandi venst hann því fljótt, enda dæmi um slíkt hér á Akureyri. Einnig er nauðsynlegt að hafa kettina merkta, því svo oft villast þeir frá heimilum sín- um, og er þá oftast hringt í Dýra- verndunarfélagið og sagt frá óskila köttum, sem ekki er hægt að koma heim til sín, nema þeir séu merkt- ir. Dýraverndmiarfélag A kureyrar Okumenn. Nú fara lömlbin og ærnar að koma að vegaköntun- um, gætið þess því vei að aka með gætni þegar þið sjáið dýr á eða við vegina. Dýraverndunarfélag Akureyrar DÝRAVERNDARINN Það eru vinsamleg tilniœli til þeirra húseigenda sem þegar hafa fengið hitaveitu eða þegar þeir hafa fengið hana, og hætt er að nota reykháfa húsanna, að setja vírnet ofan á þá svo fuglar komis ekki í þá, en nokkur brögð eru að því hér, og bíður þeirra þá venjulega slæmur dauðdagi. Dýraverndunarfélag Akureyrar Ábending til foreldra og/eða annar umráðamanna barna: Takið aldrei nein húsdýr á heimili ykk- ar nema öll fjölskyldan sé því samjþykk, því dýrin eru ekki leik- föng heldur lifandi verur sem þarfnast mikillar ástúðar og um- hyggju, ekki síður en mannfólkið. Dýraverndunarfélag Akureyrar Til allra dýraeigenda, svo og almennings: Sýnið öllum dýrum og fuglum fyllstu umhyggju, þá verða þau ykkar bestu vinir. Dýraverndunarfélag Akureyrar ERINDI til bcejarstjórnar Akureyrarkaupstaðar, frá Dýraverndunarfélagi Akureyrar Eftirfarandi tillögur voru ein- róma samþykktar á aðalfundi fé- lagsins sem nýlega var haldinn, og vonar félagið að bæjarstjórnin taki þessi erindi til velviljaðrar afgreiðslu og samþykktar, og sýni þannig í verki áhuga fyrir velferð dýranna sem, eru í bænum, á hverjum tíma. En erindin eru þessi: I. Aðalfundur Dýraverndunarfé- lags Akureyrar haldinn 31. maí 1979, ítrekar fyrri beiðnir sínar til bæjarstjórnar Akur- eyrar, að hún skaffi húsnæðis- aðstöðu fyrir dýralæknana til til að aflífa eða gera smærri aðgerðir á húsdýrum, svo sem köttum og hundum o. fl., svo þeir ekki þurfi að framkvæma þessi verk á heimilum sínum, við mjög svo erfiðar aðstæður. Enn fremur er mikil nauðsyn á húsnæði til að geyma, um stuttan tíma, dýr sem villast frá heimilum sínum, þar til eigendur þeirra finnast, eða þá að þeim verði lóað. II. Aðalfundur Dýraverndunarfé- lags Akureyrar haldinn 31. maí 1979, felur stjórn félags- ins, að sækja um hjá bæjar- stjórn Akureyrar, að því verði úthlutuð smá-landspilda til afnota fyrir dýragrafreit, í bæjarlandinu. III. Aðalfundur Dýraverndunarfé- lags Akureyrar haldinn 31. maí 1979, átelur þá óreiðu sem ríkir hjá mörgum hunda- eigendum varðandi hunda- hald, þannig að reglugerð þar um, er iðulega þverbrotin. Skorar fundurinn á yfirvöld Akureyrarbæjar að ráða bót á þessu hið bráðasta. Með vinsemd og virðingu. F.h. Dýraverndunarfélags Akureyrar Maríus Helgason, form. 19

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.