Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Qupperneq 14

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Qupperneq 14
Lög S.D.I. l-gr. Sambandið heitir Samband dýra- verndunarfélaga íslands, skamm- stafað S.D.Í. Varnarþing þess er í Reykjavík. 2.gr. Tilgangur sambandsins er: 1. að sameina 511 félög, sem vinna að verndun dýra, svo og þá ein- staklinga, sem búsettir eru þar, sem sérstakt dýraverndunarfélag er ekki starfandi. 2. að koma fram gagnvart opin- berum aðilum varðandi dýra- vernd. 3. að hafa afskipti af malum, sem varða dýr og velferð þeirra. 4. að stuðla að aukinni náttúru- vernd. Þessum tilgangi vill sambandið ná með því að: a) halda úti riti til fræðslu og hvatningar um dýraverndun. b) kynna almenningi dýraverndun í blöðum, erindum og með kvikmyndasýningum eða á ann- an þann hátt, sem við verður komið. c) vinna að stofnun dýraverndun- arfélaga. d) styðja starfsemi félaga, skóla og einstaklinga, sem: vilja vinna að dýravernd og nátt- úruvernd. 3-gr. Sambandsaðilar geta orðið starf- andi dýraverndunarfélög, sem í eru hið fæsta 10 félagar. 4. gr. Félög skulu ekki greiða skatt til sambandsins, en hver félagi skal skyldur að vera áskrifandi að riti þess, en þó skal ekki fjölskylda skuldbundin til að kaupa nema eitt eintak. 5. gr. Hverjum félaga sambandsins er skylt að vera á verði um það, að haldin séu lög og reglugerðir um dýravernd og náttúrufriðun. 6. gr. Sambandið skal láta þeim í té sem stofna vilja dýraverndunarfé- lög fyrirmynd að lögum. Þegar stjórn sambandsins hefur borist tilkynning um stofnun dýra- verndunarfélags, fengið lög þess, lista yfir stjórn þess og umsókn í sambandið, skal umsóknin lögð fyrir stjórnarfund, sem leggur er- indið fyrir næsta aðalfund ásamt umsögn sinni. Afgreiðslu aðalfundar skal síðan tilkynnt viðkomandi aðila, með ábyrgðarbréfi eða staðfestu sím- skeyti. Árlega í janúarlok skulu stjórn- ir sambandsfélaga senda skrá yfir nöfn og heimilisföng félaga sinna, svo og skýrslu um störf félagsins á árinu. 7. gr. Reikningsár sambandsins er al- manaksárið. Áskriftargjöld að riti sambandsins falla í gjalddaga 1. júlí ár hvert. 8- gr. Stjórn sambandsins skipa 7 menn, búsettir í Reykjavík eða ná- grenni, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrír meðstjórn- endur. Skal formaður kosinn sér- staklega á hverjum aðalfundi, en þrír stjórnarmenn kosnir annað ár- ið og þrír hitt árið, en hver þeirra situr í tvö ár. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Þá skulu þrír varamenn kosnir árlega í stjórnina og tveir endurskoðendur og tveir til vara, einnig kosnir árlega. 9- gr. Aðalfund skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert og ákveður stjórnin stað og tíma. Boða skal aðalfund öllum aðild- arfélögum, með mánaðar fyrir- vara. Skal það gert bréflega svo og með auglýsingu í úrvarpi. Á aðalfundi eiga sæti með öll- um fundarréttindum, stjórn, vara- stjórn og fulltrúar frá hverju að- ildarfélagi, einn fulltrúi fyrir hverja 20 skráða félagsmenn, eða brot úr þeirri tölu, þó skulu aldrei fleiri en 15 fulltrúar frá sama félagi hafa full fundarrétt- indi. Aðalfundur er lögmætur, sé lög- lega til hans boðað. Meirihluti at- kvæða ræður úrslitum mála á aðal- fundi svo og í kosningum. 10.gr. Á dagskrá aðalfundar skal vera: 1. Kosning fundarstjóra og fund- arritara. 14 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.