Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 24
þeirra var lúsamylningar, en það
eru berin, sem vaxa á sortulyng-
inu. Af sortulyngi er mikið í Vill-
ingadal og í Leyningshólum, enda
þótt það sé fremur fágæt jurt í
framanverðum Eyjafirði. Þegar
búið var orðið fullt af þessari
ágætu músafæðu, þurftu mýsnar
ekki að kvíða vetrinum. Það gerði
ekkert til, þótt snjó legði yfir út-
ganginn. Mýsnar höfðu ekkert út
að gera nema til að ná sér í snjó
til að svala þorstanum. Þótt þær
vildu gá til veðurs eða fara í kunn-
ingjaheimsókn, aftraði snjórinn
þeim ekki. Þær áttu auðvelt með
að grafa sig í gegnum hann, jafn-
vel þótt hann væri ögn farinn að
harðna. í virkilegri lausamjöll,
ferðuðust mýsnar ekki ofan á
snjónum, þær köfuðu hann bara
líkt og góður sundmaður kafar í
vatni og stungu trýninu á stöku
stað upp úr snjónum til að litast
um eða athuga stefnuna.
Þannig leið veturinn, án þess að
forsjálar mýs þyrftu nokkru að
kvíða. Þær átu það besta úr lúsa-
mylingunum framan af vetri, fóru
svo að naga betur innan úr hýðinu
þegar leið að vori og loks átu þær
hýðið sjálft, ef þrot varð í búi og
sultur svarf að. Þegar vel áraði og
matarforði reyndist nægur, var
mikið starf í vorhreingerningum
hjá músunum. Þær báru allan af-
gangs matarforða út og það var
engin smáræðis hrúga, sem stund-
um myndaðist úti fyrir holudyrum
af hálfétnum lúsamylingum. Sum
vor sást varla hýði fyrir holudyr-
um. Þá áraði ekki vel hjá hagamús-
unum. Það má vel vera, að mýsnar
hafi étið eitthvað úr matarhrúg-
unni eftir að hún var komin undir
bert loft, því hún minnkaði brátt
og hvarf, en ég held nú samt, að
þarna hafi fyrst og fremSt verið
um eðlilega veðrun að ræða, svo
óx líka gras yfir allt í gróindunum.
Ef til vill urðu mýsnar að rýma
búin vegna þess að það var fjölg-
unarvon hjá þeim og það þarf að
fara vel með litlu mýsnar, þegar
þær fæðast. Ég hef ekki séð jafn
ósjálfbjarga einstaklinga og ný-
Höfðingleg gjöf
Séra Jón Thorarensen fyrrum
sóknarprestur Neskirkju hér í
Reykjavík og frú Ingibjörg kona
hans hafa fært „Dýraspítala Wat-
sons" í Víðidal minningargjöf,
krónur 100.000 til minningar um
reiðhestinn Sleipni Glóason í
Hruna í Árnessýslu og Skugga,
heimilishundinn þar. „Báðir voru
þeir okkur dýrmætir og þarfir og
kærir allri fjölskyldunni. - Við
þá eru bundnar ógleymanlegar
minningar," segir í gjafabréfi
þeirra hjóna, er gjöfinni fylgdi.
fædda músarunga. Það rifnaði einu
sinni ofan af mosaþúfu í enginu í
Villingadal, þegar verið var að slá
það með sláttuvél. Þar undir var
músabú með 5 nýfæddum músum
í. Þær voru algerlega hárlausar
og staurblindar. En vel var búið
um þær. Hreiðrið - því þetta líkt-
ist mest spörfuglahreiðri - var
fóðrað innan með stráum og ull.
Það var ekki stærra en það, að
músin gat vel snúið sér við innan
í því. Við settum þúfuna í sömu
skorður aftur, en móðirin hefur
víst ekki þorað að vitja þess meir
eða þá að hún hefur hlotið bana,
þegar slegið var, því að ungarnir
lágu allir dauðir í hreiðrinu, er ég
dirfðist að lyfta þúfunni upp
tveimur dögum síðar.
Mér skilst, að íslensku haga-
mjýsnar og lifnaðarhættir þeirra
hafi ekki verið rannsökuð að neinu
ráði enn sem komið er. Það tel ég
þó verðugt rannsóknarefni fyrir
vísindamenn. Kannske kæmi þá í
ljós, að það mætti eitthvað læra af
iitlu hagamúsunum okkar?
N;...
24
DÝRA VERNDARINN