Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 22
lýsingar, sem viö höföum fengið.
Er við nálguðumst varð fyrir okk-
ur lækjargil, alldjúpt og mjög snjó-
þungt. Það var svo óárennilegt að
við lá að okkur féllust hendur.
Samt drifum við okkur áfram og
bröltum niður gilið, yfir það og
upp hinum megin.
Er við komum að húsinu, sem
stendur á hæð, var rokið svo mikið
að við sviftumst til. Við lögðumst
á hrím|aða gluggana og rýndum
inn. Inni heyrðist aumkunarvert
gelt. Óhugnaðurinn hríslaðist um
okkur og ég finn hann enn nú, er
ég rita þessar línur. Við reyndum
að þýða hrímið af með andar-
drætti okkar og skafa það af með
nöglunum og loks sáum við dýr-
in. Starandi augu með slapandi
augnahvarma störðu á móti okkur
innan úr kofanum.
Hvernig gætum við náð þeim
út? Ég gekk í kring um húsið og
sá opinn efri glugga. Við fylltumst
örvæntingu því að glugginn varsvo
hátt uppi. Með því að hoppa upp
og hanga í gluggakarminum sá-
um við inn og sú sjón gerði okkur
enn ákveðnari í að ná dýrunum út,
hvernig svo sem við færum að því.
Við skimuðum í kringum okkur.
Þarna lá stigi. En hann var svo
frosinn við jörðina að við gátum
ekki bifað honum þó við rykktum
í hann af öllu afli.
Þá tókum við það ráð að ég
lagðist á hnén upp við húsið
fyrir neðan opna gluggann og
krosslagði handleggina á vegginn
til stuðnings. Síðan klifraði vin-
kona mín upp á herðar mínar og
stóð þar. Þannig gat hún teygt sig
inn um gluggann og náð fyrsta
hundinum út. Hún lét hann á jörð-
ina og hann seig saman eins og
beinarusl í poka við fætur okkar.
Biðjandi augu hans, full ólýsan-
legrar þjáningar störðu á okkur.
Við máttum hvorug mæla.
A þennan hátt náðum við öllum
fjórum hundunum út. Þrír þeirra
fóru strax að háma í sig snjóinn
en einn hafði ekki einu sinni
kraft til þess. Án frekari umræðna
héldum við af stað til baka. En áð-
ur en við fórum litum við báðar
inn um gluggann til að sjá hvern-
ig var umhorfs inni í kofanum.
Uppþornaður hundaskítur og plast-
dallur á hvolfi, annað var ekki þar
inni. Einn hundanna gat ekki stað-
ið, svo ég tók hann í fangið og
hann lagði höfuðið upp að mér.
Ekki bagaði þyngd hans mig neitt
á leiðinni. Þó mátti ráða af fyrir-
ferð beinanna inni í feldinum og
stærð hauskúpunnar að þetta
hefði ekki verið svo lítill hundur.
Hinir voru stærri og þeir fylgdu
okkur eftir, ókunnugum manneskj-
unum, fullir trúnaðartrausts.
Leiðin til baka sóttist seint. Veð-
urhamurinn var sá sami og við
við þurftum oft að hjálpa hundun-
um. í síðustu brekkunni gafst einn
alveg upp og þá tók vinkona mín
hann og hélt á honum síðasta spöl-
inn að bílnum.
Við ókum með hundana bein-
ustu leið að Keldum og hittum
dýralækni, sem vinnur þar. Honum
hnykkti við er við bárum hund-
ana inn. Hvor okkar hélt á tveim,
sinn undir hvorri hendi. Þó að ég
héldi á þeim tveim stærstu gat ég
ekki fundið að ég héldi á neinu sér-
stöku.
Á Keldum þurftum við að bíða
dágóða stund á meðan kallað var í
lögreglu til að taka skýrslu um
málið. Við sátum á steingólfinu
blautar, hraktar og kaldar mjeð
skinhoraða hundana í fanginu. Dýr
sem voru að því komin að verða
hungurmorða. Dýralæknirinn lýsti
því yfir við lögregluna að þó þessi
dýr fengju bestu aðhlynningu sem
völ væri á mundi ekki verða hægt
að bjarga lífi þeirra. Að lokum
settist vinkona mín á stól og tók
hundana einn og einn í fangið í
einu. Dýralæknirinn stakk sprautu
í æð á framfæti þeirra og dældi
inn svefnmeðali í yfirskammti.
Þeir kipptust ekki einu sinni við,
en lokuðu sínum sárþjáðu augum
DÝRAVERNDARINN
Dómurinn
Nú hefur verið kveðinn upp dómur í máli mannsins
sem frá er greint í frásögninni.
Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, þar af tvo
mánuði skilorðsbundna.
Einnig var hann dæmdur frá réttinum til að eiga dýr
í fimm ár frá birtingu dómsins.
22