Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 25
Börnin skrifa
J. ]., 12 ára, valdi þessa sögu í
Dýraverndarann úr bókinni „Uppi
á örcefum" eftir Jóhannes FriS-
laugsson.
Hörmuleg heimkoma
Gamla krummamamma sat efst
á klettinum fyrir ofan hreiðrið
sitt og hallaði undir flatt og horfði
með móðurlegri ánægju á eggin
sín, fimm að tölu, sem lágu í
hreiðrinu hvert við hliðina á öðru.
Hún vissi, að innan lítils tíma
myndu ungar korrta úr þeim og
þá ykjust áhyggjurnar við það að
ala önn fyrir þeim. Hún vissi af
margra ára reynslu, að hrafnsung-
ar eru gráðugir og að það þurfti
mikla elju og ástundun að fylla þá
á hverjum degi. Og þó að bóndi
hennar hjálpaði henni við það að
draga björg í búið, mundu þau
þurfa að vera á ferðinni í allar átt-
ir til þess að leita að æti og flytja
það heim í hin gráðugu nef ung-
anna. Samt hlakkaði hún mikið til
þess, að þeir kæmu úr eggjun-
um.
Það var svo óendanleg ham-
ingja og gaman að horfa á þá
brtilta og leika sér og ánægjulegt,
hvað þeir tóku vel á móti mat sín-
um, þegar þau, gömlu hjónin,
komu heim úr hinum löngu að-
dráttarferðum sínum.
Það voru sannarlega ánægjuleg-
ir tímar.
En þó að móðurgleðin væri
mlikil í huga hennar, þar sem hún
sat þarna á klettinum og virti
DÝRAVERNDARINN
eggin sín fyrir sér, var eins og ein-
hver dulin hætta eða kvíði væri í
huga hennar og ásækti hana.
Strákarnir á Grund höfðu eitt-
hvað verið að snuðra í kringum
hreiðrið í gær og jafnvel komið
fast að því, en samt ekki hreyft
neitt við því, aðeins skoðað eggin
og farið svo í burtu. En það var
ekki gott að vita, hvað þessum
strákum gat dottið í hug.
Hún var búin að verpa þarna í
nokkur ár, án þess að mennirnir
hefðu gert henni, eða fjölskyldu
hennar, nokkurt mein. Þau hjónin
höfðu líka haft þá reglu að áreita
ekki neitt lömbin hjá bændunum,
sem bjuggu næstir hreiðrinu, held-
ur leitað lengra til um aðdrætti til
búsins.
Þó var ekki því að neita, að
komið hafði það fyrir, að þau hjón-
in, ekki síst bóndi hennar, höfðu
hirt eitt og eitt andaregg úr varp-
hólm(inum í ánni, sem rann þarna
rétt neðan við klettinn og tilheyrði
Grundarbóndanum. Ekki hafði
það verið í stórum stíl, og aldrei
höfðu þau herjað á varphólmann.
Það var heldur ekki neitt árenni-
legt fyrir þessum gargandi og á-
fjáða kríuher, sem alltaf sveimaði
yfir hólmanum.
Hún hafði stundum komist í þau
vandræði að lenda í ólmandi og
organdi kríuhóp, og hún vissi, að
nefin á þeim gátu verið býsna sár,
og svo þessi ólukku óþverri, sem
þær sátu um að sletta á svarta,
gljáandi fiðurhaminn hennar.
Já, það voru óþverrafuglar, þess-
ar kríur.
Þó hafði hún ekki getað staðist
þá freistingu að grípa eitt og eitt
egg úr hólmanum og færa ungun-
um, hvað sem öllum kríum leið.
Helst var það, þegar þau hjónin
höfðu komið heim úr langri og
þreytandi ætisleit og ekki fundið
neitt handa svöngum ungunum,
sem biðu þeirra heima í hreiðrinu.
Þá var það besta ráðið að leika
ögn á þessar hvimleiðu kríur, á
þann hátt að láta maka sinn fljúga
á undan og yfir hólmann. Þá
hafði kríusvermurinn hópast í
kringum hann og fylgt honum eft-
ir eitthvað burt frá hólmanum. Þá
var tækifærið að hremma andaregg
og jafnvel að súpa úr einu eggi og
taka svo eitt í nefið og fljúga með
það heim, áður en kríugerið kæmi
til baka.
Þessum hrekk höfðu kríurnar
aldrei getað varað sig á.
En það kom ekki oft fyrir, að
þau gerðust neflöng í varpið í
hólmanum. Þau höfðu það ein-
hvern veginn í meðvitundinni, að
best væri að lifa í friði við ná-
granna sína: bændurna á jörðun-
um, sem lágu næst hreiðrum þeirra,
því að þá bjuggust þau frekar við
því að fá að hafa eggin sín og ung-
ana í friði.
Það hafði líka tekist nokkur
undanfarin ár. En nú var geigur í
huga hennar. Einhver ótti við yfir-
vofandi hættu.
Hún hafði haft erfiða drauma í
25