Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 11
Sumarið 1977 stefndi stjórn Sæ- dýrasafnsins formanni S.D.Í. Jór- unni Sörensen fyrir að hafa, eins og haldið var fram, skaðað safnið stórlega. Formaður S.D.Í. hafði þá reynt f.h. stjórnarinnar að koma í veg fyrir að safninu tækist að fá ný Ijón til að dúsa í hinum þröngu búrum í stað þeirra, sem höfðu drepist. Þetta tókst ekki eins og kunnugt er og eru ný ljón í safninu. Máli þessu var vísað frá dómi 7. október 1978. Þessi stefna Sædýrasafnsins á hendur formanni sambandsins var bein árás á hana persónulega og gerð í þeim til- gangi að koma í veg fyrir að hún gæti sinnt skyldum sínum sem for- maður S.D.Í. En þessum árásum hefur ekki linnt þó málinu væri vísað frá. Jón Clunnarsson hefur borið það í dagblöðum aftur og aftur nú á þessu ári að hann væri í máli við Jórunni Sörensen, Sig- ríði Asgeirsdóttur héraðsdómp- lögmann og Borgþór Kjærnested fréttastjóra. Sannleikurinn er aftur á móti sá, að hann (Jón Gunnars- son) hefur aldrei verið í máli við neitt okkar, það var stjórn Sæ- dýrasafnsins sem var í máli við Jórunni Sörensen, en Jón Gunn- arsson virðist telja sig og stjórn Sædýrasafnsins eitt og hið sama. Því máli hafði verið, eins og áður sagði, löngu sísað frá dómi, en Sæ- dýrasafnið og/eða Jón Gunnars- son hefur aldrei verið í málaferl- um, við Sigríði Asgeirsdóttur né Borgþór Kjærnested. Sigríður Ás- geirsdóttir er fulltrúi S.D.Í. í Dýra- verndarnefnd ríkisins og svo langt hefur verið gengið að ítrustu bragða hefur verið neytt til að bera brigð- ur á réttmæti setu Sigríðar í nefnd- inni, vegna þess að hún hefði verið lögfræðingur formanns S.D.Í. í fyrrnefndu máli. Einnig virðist dýraverndarinn Sigríður vísvitandi hafa verið snið- gengin, þegar ræða hefur átt mál- efni Sædýrasafnsins og afgreiða leyfisveitingar því til handa. — Sædýrasafnið hefur aftur og aftur fengið „bráðabirgðastarfs- leyfi" gegn því, að tilteknar lag- færingar verði gerðar, sem aldrei eru framkvæmdar. — Síðustu leyf- isveitingar menntamálaráðuneytis- ins til Sædýrasafnsins eru til þess, að sjávarútvegsráðuneytið geti veitt því leyfi til háhyrningaveiða. Nú virðast háhyrningaveiðar vera það sem Sædýrasafnið leggur áherslu á, enda hafa forráðamenn safnsins upplýst að gífurlegar fjár- hæðir séu í boði í bandarískum dollurum fyrir slík dýr. Nýlega hefur verið byggð háhyrningalaug í Sædýrasafninu og mikil áhersla er lögð á að fá leyfi til veiða. Aft- ur á móti virðast dollararnir ekki geta komið öðrum dýrum í safn- inu til góða því þeirra búr eru jafn þröng og óhæf sem vistarverur og þau hafa alltaf verið. Onnur starf- semí safnsins, en hvalveiðar er not- uð sem skálkaskjól fyrir þetta nýja milljónafyrirtæki! í leyfi sjávarútvegsráðuneytis- ins fyrir Sædýrasafnið útgefnu á s.l. sumri stendur, að safnið hafi leyfi til að veiða smáhvali á s.l. hausti, til sö’u úr landi. Fimm háhyrningar voru geymdir í safn- inu í vetur og auglýstir stíft á meðan þeir veiktust og tveir af þeim dóu. Er það fréttist að tveir af há- hyrningunum væru dauðir og hin- ir þrír veikir, m.a. var húðin á baki þeirra mjög sprungin, krafðist stjórn S.D.Í. þess, að þeim há- hyrningum sem eftir lifðu yrði sleppt, ef þeir vœru í það góðn ástandi að þeir þyldu það. Því var samstundis lýst yfir af forráða- mönnum safnsins að það yrði bráður bani dýranna að sleppa þeim í hafið. Um það bil viku síðar var það þó gert og hvölun- um sleppt að næturlagi. Enda hafði þá borist bréf frá hinum banda- rísku eigendum um að þeir sam- þykktu að háhyrningunum yrði sleppt, því að þeir yrðu ekki sýn- ingarhæfir mánuðum saman. Þetta var lesið upp á aðalfundi Dýra- verndunarfélags Hafnfirðinga. Þarna var sem sé verið að kasta því sem engin not voru fyrir. Látið var heita í fjölmiðlum að dýrin væru nú orðin mjög frísk. Dýra- verndunarfélag Hafnfirðinga sner- ist opinberlega gegn stjórn sam- bandsins í þessu máli og er leitt til þess að vita, að því skuli vera stjórnað af Sædýrasafninu. Nú nýlega fór formaður sam- bandsins í Sædýrasafnið og var sýnt inn í bakhýsi í safninu, þar sem m.a. voru margir naggrísir í litlu búri, matarlausir. Einn dauð- ur, niðurtraðkaður, lá í einu horn- inu. Dýrin voru skítug, horuð og blaut. Fyrir utan húsið lágu stórir haugar af mygluðum, rotnandi úr- gangi, þaktir flugum og óþverra. í tunnu hálffullri af vatni flutu tveir dauðir kanínuungar. Bak við annað hús lágu rotnandi dýraleyfar af ýmsu tagi, t.d. haus af einum háhyrningnum, sem drapst þarna í vetur. Síðar fór Sigríður Ásgeirsdóttir í safnið og skoðaði það í fylgd for- stöðumanns og sá nákvæmlega þetta sama. Aftur á míóti var held- ur en ekki búið að taka til hend- inni er dýraverndarnefnd skoðaði safnið nú nýverið og var allt áður- nefnt sorp þá á bak og burt. En menn skulu gera sér fulla grein fyrir því, að ástandið í Sæ- dýrasafninu batnar ekki tiltakan- 11

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.