Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 29

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 29
Fundur um dýravernd á Eyrarbakka Þann 31. maí s.l. var haldinn fundur á Eyrarbakka um hunda- hald í þéttbýli og dýravernd. Mál- ið hafði verið nokkuð lengi í und- irbúningi því sumrinu áður hafði hundahald með skilyrðum verið leyft á Eyrarbakka. Virtist vera sem einhver misskilningur væri meðal manna um framkvæmd- ina á þessu hundahaldi og eins og sumum óaði við því að hefta frelsi hundanna. Þeir sem voru á móti hundahaldi, héldu aftur á móti uppi sterkri mótspyrnu fyrir laus- um hundum og kenndu þeim um flest það er miður færi. Það voru þau Elín Sigurjóns- dóttir og Kjartan Guðjónsson oddviti sem höfðu veg og vanda að undirbúningi fundarins. Hafði Elín samband við formann S.D.I. og bað hana að koma á fundinn og hafa þar framsögu. Fóru þau síðan austur Jórunn Sörensen for- maður S.D.Í. og Skúli Ólafsson varamaður í stjórn. Fundurinn var ekki fjölsóttur en þeir er sátu fundinn sýndu málefninu mikinn áhuga. í sinni framsöguræðu lagði Jórunn áherslu á að þetta væru mikilsverð tímamót hjá Eyrbekkingum og nú hefðu þeir tækifæri til að sýna og sanna í reynd að hundahald í þétt- býli þyrfti aldrei að verða vanda- mál. Benti hún á Kópavog sem dæmi um stað þar sem illa hefði farið frá upphafi. Þar hefði ver- ið mikið af hundum fyrir mörg- um árum semt hefðu alls ekkert verið passaðir og hefðu vaðið um í flokkum. Þetta hefði þá leitt til þess að hundahald hefði alfarið verið bannað í bænum. Og væri það kunnara en frá þyrfti að segja að því banni hefði verið framfylgt af miklu harðfylgi og lítilli misk- unnsemi. Einnig benti Jórunn fundarmönnum á þær staðreynd- ir að hundi líður síst ver, þó hann sé siðaður og vel upp alinn og sé ekki látinn vera á flækingi. Annað aðalmál fundarins vakti einnig mikinn áhuga fundarmanna og er það von stjórnar sambands- ins að það mál nái frant að ganga. Jórunn bar fram þá tillögu að reynt yrði að stofna dýraverndun- arfélag á Eyrarbakka. Lagði hún fram hugmynl að lögum. Miklar umræður urðu um þessa tillögu og var kosin undirbúningsnefnd til að vinna að málinu. Hét Jór- unn fullum stuðningi sambands- stjórnarinnar við þetta mál. J.S. DÝRAVERNDARINN 29

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.