Dýraverndarinn - 01.09.1979, Qupperneq 6
jafn hröðum og sársaukalitlum
hætti og frekast er völ á. Engu að
síður er selkópum — dýrum, með
heitu blóði — og sem anda með
lungum,, drekkt hér við landið í
þúsundatali.. Akvæði eru í lögum
um íverustaði dýra. Ekki geta
þröng búr hænsnanna á nokkurn
hátt flokkast undir þau lagafyrir-
mæli. Ekki eru það heldur nærri
öli dýr á íslandi, sem eiga sér húsa-
skjól. Eitt sinn var viðtal við ung-
an bónda í dagblaði. Hann átti
tugi hrossa, en ekkert hesthús og
svona er þetta víða og þykir ekki
tiltökumál. Það virðist ekki skipta
menn máli hvað stendur í dýra-
verndunarlögunum ef það hentar
þeim að hafa hlutina einhvern-
veginn öðruvísi.
Trúnadannannakerfid
Nú eru trúnaðarmenn S.D.Í. 132
og enn bætist í hópinn. Sem fyrr
eru nýjum trúnanðarmönnum send
lög um dýravernd auk laga um
fuglaveiðar og fuglafriðun, búfjár-
ræktarlögin og ýmis önnur gögn.
Einnig fá nýir trúnaðarmenn
Dýraverndarann og eru beðnir um
að útvega blaðinu nýja áskrifend-
ur. Hafa margir þeirra brugðist
skjótt við þeirri bón. .
En tilgangurinn með trúnað-
armannakerfinu er fyrst og fremst
að hafa einhvern til að leita til
þegar kvartanir vegna miður góðr-
ar meðferðar á skepnum berast ut-
an af landsbyggðinni og sem slík
augu og eyru stjórnarinnar eru
trúnaðarmennirnir ómissandi. Þess
er gætt að þeir fylgist vel með öll-
um nýungum í störfum1 sam-
bandsins og er árlega sent dreifi-
bréf til þeirra. Þeim er að sjálf-
sögðu skrifað persónulega eða
talað við þá í síma þegar tilefni
gefst til. Hefur trúnaðarmanna-
kerfið áþreifanlega sannað gildi
sitt og hafa skapast góð tengsl á
milli þeirra og sambandsins ann-
arsvegar og ýmissa opinberra að-
ila hinsvegar.
Erindi til Búnaðarþings 1979
Það hefur ekki farið fram hjá nú-
verandi stjórn sambandsins að
þvert ofan í gildandi lagafyrir-
mæli er útigangur á búfé enn mjög
tíðkaður á íslandi.. Á undanförn-
um árum hafa margar kvartanir
borist til stjórnarinnar vegna úti-
gangs og koma þessar kvartanir frá
öllum landshlutum. Hefur stjórn
S.D.Í. þurft að hafa mikil afskipti
af útigangsmálum og hefur þetta
kostað gífurlega fyrirhöfn. Stjórn-
in ákvað að leita til Búnaðarþings
1979 með erindi um útigang. í er-
indinu var málið reifað og vitnað
í gildandi lög um meðferð dýra og
í lokin var óskað eftir því, að þing-
ið beindi því til Búnaðarfélags ís-
lands:
að það beiti sér fyrir því að úti-
gangur verði niður lagður á
íslandi,
— það stuðli að því, að hrepps-
nefndir og bæjarstjórnir vandi
val forðagæslumanna enn bet-
ur en nú er, og
— það vinni að því með öllum
ráðum að horfellir heyri sem
fyrst liðinni tíð á íslandi.
Erindinu var vísað til nefndar
sem hélt fund um það með Jór-
unni Sörensen formanni S.D.Í. og
Gísla Kristjánssyni yfirmanni
forðagæslunnar hjá Búnaðarfélagi
íslands. Erindið var afgreitt á
þinginu og í bréfi til S.D.Í. segir
meðal annars:
Ályktun:
„Búnaðarþing 1979 ítrekar fyrri
samþykktir um bætta forðagæslu",
og einnig: „Þingið hvetur alla þá
er búfé hafa undir höndum að
vanda sem, best alla meðferð þess
og minnir hreppsnefndir og bæjar-
stjórnir á skyldur þeirra samkvæmt
búfjárræktarlögunum um að forða-
gæslu og fóðurskoðun sé framfylgt
af nákvæmni eins og ætlast er til
í umræddum lögum."
Og í greinargerð í lok bréfsins
segir: „Búnaðarþing metur að
verðleikum, óeigingjarnt starf Sam-
bands dýraverndunarfélaga íslands
að dýraverndunarmálum."
Fulltrúafundur Landverndar
Þann 18.-19. nóvember 1978
var fulltrúafundur Landverndar
haldinn í Olfusorgum. Fundinn
sátu f.h. S.D.Í. þær Sólveig Theo-
dórsdóttir og Jórunn Sörensen.
Umræðuefni fundarins að þessu
sinni var „Þjóðargjöfin" sem svo
hefur verið nefnd, þ.e. milljarður
sá, er Alþingi samþykkti að veita
til uppbyggingar landsgæðanna á
þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1974.
Þessi milljarður átti að koma til
útborgunar á næstu fimm árum og
var nú á dagskrá hvað tæki við.
Voru allir á sama máli að til lítils
hefði „þjóðargjöfin" verið gefin ef
ekkert áframhald yrði á svipuðum
fjárveitingum.
Við skulum gera okkur fulla
grein fyrir gildi þess að eiga aðild
að samtökum eins og Landvernd
þar sem almenn náttúruverndar-
mál eru til umræðu. Dýravernd og
náttúruvernd eru náskyldir mála-
flokkar og skarast oft í umræðu
og meðferð.
Hjálparstöð dýra
Hjálparstöð dýra sem rekin hef-
ur verið í húsnæði Sjálfseignarfé-
lagsins Dýraspítali Watsons við
Víðidal s.l. eitt og hálft ár, hefur
6
DÝRAVERNDARINN