Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Blaðsíða 4
Ársskýrsla S.D.Í. fyrir árið 1978 flutt á aðalfundi 15. maí að Hótel Esju Aðalfundur Sambands dýra- verndunarfélaga íslands fyrir starfsárið 1977 var haldinn dag- ana 5. og 19- mars 1978. Eftir- taldir menn voru kosnir í stjórn: Jórunn Sörensen, formaður. Gunnar Steinsson, varaformaður. Ólafur Jónsson, ritari. Hilmur Norðfjörð, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Gauti Hannesson, Kristleifur Einarsson, Paula S. Sörensen. Varamenn: Skúli Ólafsson, Álfheiður Guðmundsdóttir, Sverrir Þórðarson, Sólveig Theodórsdóttir. Endurskoðendur: Magnús Þorleifsson, Þórður Þórðarson. Tvennt er einkum áberandi við störf sambandsins á þessu starfsári. Það er í 1. lagi að mikilvæg ný- breytni í störfum og fjáröflunar- leiðum hefur verið tekin upp, en í 2. lagi að nokkur mál sem voru í skýrslunni í fyrra eru enn í henni núna og sum þeirra koma við sögu ár eftir ár. Þannig, að um það má deila hvort árangurinn sé nokkur, miðað við erfiðið. Staðreyndin er sú, að það er langt frá því að öllum málum sé farsællega komið í höfn þó S.D.Í. hafi gert ráðstafanir gagnvart viðkomandi yfirvöldum og þeir aðilar sem eiga að sinna lögbrotum hafi fengið málið í hendur. Jafnvel þó að fyrir liggi úrskurður dýralæknis og annarra ábyrgra aðila um, að um vítaverða meðhöndlun hafi verið að ræða gagnvart dýri eða dýrum, er mjög erfitt í flestum tilfellum að fá yfir- völd til að taka málið réttum tök- um. „Við skulum sjá til", og aðrar slíkar setningar eru eftirlætisvið- kvæði yfirvalda, þegar um: brot á dýraverndunarlögunum er að ræða. Efni skýrslunnar er skipt í tvo aðalkafla. Fyrst eru tekin fyrir störf sambandsins við stjórnun, fjáröflun og ýmsa kynningarstarf- semi en síðan afskipti sambands- ins vegna slæmrar meðferðar á dýrum. Starfsmaður Það framfaraspor var stigið á s.l. ári að ráðinn var starfsmaður til S.D.Í. Sambandið er nú rúm- lega 20 ára, en þetta er í fyrsta sinn sem mögulegt hefur verið að ráða fastan starfsmann. S.D.Í. stendur á grunni Dýraverndunarfélags ís- lands sem er meira en 60 ára gam- alt og þar var aldrei fastur starfs- maður síðan félagið missti Tungu, þar sem rekin var hjálparstöð fyr- ir dýr. Tungu missti félagið á kreppuárunum. Starfsmaður S.D.f. er Elín Tóm- asdóttir félagi í Dýraverndunarfé- lagi Reykjavíkur. Það er mikið lán fyrir félagsskapinn að hafa fengið þessa duglegu konu til starfa, en Elín gengur að starfi sínu með einstakri ósérhlífni. Elín var ráðin til starfa 1. desember s.I. og er í hálfu starfi. Flóamarkaður Sú nýlunda í fjáröflun sam- bandsins sem hefur hreint og beint lyft starfseminni í æðra veldi og m.a. gert kleift að ráða starfs- mann, er flóamarkaður sá sem S.D.Í. rekur að Laufásvegi 1 og hefur verið opinn núna í 9 mán- uði. í suttu máli er sagan þannig að í fyrravor bar það mjög á góma hjá stjórninni að halda flóamark- að eins og gert var 1973 á Hall- veigarstöðum og í Keflavík. Álf- heiður Guðmundsdóttir var helsti hvatamaðurinn að þessari umræðu. Og þannig hittist á að í húsi syst- ur hennar og mágs að Bókhlöðu- stíg 2 (oft kallað Laufásvegur 1) var laust verslunarhúsnæði í kjall- aranum. Þetta húsnæði var sam- bandinu boðið til að geyma muni fyrir væntanlegan flóamarkað þannig að hægt væri að safna munum í rólegheitum. En rétt á eftir var S.D.Í. boðið húsnæðið fyrst til láns og síðar gegn mjög óverulegri leigu til að hafa þarna „standandi flóamarkað" og er það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið reynt á íslandi. Það þarf ekki að orðlengja það að flóamarkaðurinn hefur gengið miklu betur en nokkur þorði að vona og hefur öðru fremur gert stjórninni kleift að stórauka starf- semi sambandsins. 4 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.