Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Qupperneq 12

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Qupperneq 12
lega þó stöku sinnum sé sorpið flutt í burtu þegar forsvarsmenn eiga von á gestum sem ætla að líta bak við húsin. Búrin, — vistarver- ur dýranna - eru allt of lítil. Ekki getur krummi flogið í sínu búri og er rétt að geta hér nokkra áratuga gamals hæstaréttardóms þegar maður var dæmdur í Reykjavík fyrir að sýna hrafna í búri sem þeir gátu ekki flogið í. Refurinn er í búri, sem er svo lítið að það er al- gjör dýraníðsla að geyma hann í því, því þetta er dýr með svo mikla hreyfiþörf. Ljónin eru ár eftir ár í sama „bráðabirgðabúrinu" sem er mjög lítið og dimmt. En oft hefur samþykkt fyrir áframhaldandi starfsleyfi fyrir safnið verið byggð á því að nú yrði að stækka ljóna- búrin. Hvergi er fylgt ákvæðum reglu- gerðarinnar um, að undirlag skuli vera sem líkast kjörlendi viðkom- andi dýrs og standa t.d. kindurnar og geiturnar ár út og ár inn á steinstétt, hafa ekki einu sinni næturhaga. Safnið er ekki girt fjár- heldri girðingu, enginn sérstaklega til þess lærður vinnur við safnið. Dýr, stór og smá eru seld úr safn- inu til lífs innanlands. Og jafnvel eru flutt dýr í safnið erlendis frá án þess að innflutningsleyfi við- komandi ráðuneytis sé fyrir hendi. Fram til þessa dags hefur ítrek- að verið reynt að opna augu ráða- manna fyrir ástandinu í Sædýra- safninu. Og krafan er sem fyrr að verði aðbúnaður dýranna ekki eins og best verður á kosið verði safn- inu lokað. Lokaorð í lokin vil ég draga úr stóryrð- um mínum og ánægju með fjáröfl- unarleiðirnar, þ.e. flóamarkaðinn og betlibréfin. Bæði er það sem inn kemur allt, allt of lítið til þess að raunverulegt stórátak megi gera í dýraverndunarmálum. Við þyrftum að hafa, ekki einn mann í vinnu heldur fleiri, bifreið og margt annað sem skortir sárlega. Og á hinn bóginn er það óhæfa að rík- ið skuli ekki styrkja dýraverndun- arstarfið á mannsæmandi hátt og þessir fáu aðilar sem vinna að þess- um málum þurfa að dreifa kröft- um sínum og nota tíma og orku í að afla sambandinu alnauðsynleg- asta rekstrarfjár. J.S. Vilt þú komast í skemmtilega og fjölbreytta vinnu? Starfskrafta vantar við Flóamarkað Sambands dýraverndunarfélaga íslands Vinnutími eftir samkomulagi. Laun engin-því enginn skemmtanaskattur Nánari upplýsingar í síma 50137 Stjórn S.D.Í. 12 DÝRAVERM DARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.