Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1979, Qupperneq 5

Dýraverndarinn - 01.09.1979, Qupperneq 5
Við flóamarkaðinn vinna nokkr- ar konur úr dýraverndunarfélög- um íReykjavík og nágrenni í sjálf- boðavinnu og hafa sumar þeirra unnið við markaðinn frá byrjun. Þetta fórnfúsa starf í þágu dýra- verndar verður aldrei metið til fulls og flytur stjórn S.D.Í. þess- um konum einlægar þakkir. En ekkert hefðu konurnar að gera ef ekkert væri til að selja. Gef- endur á flóamarkaðinn eru nú á fjórða hundrað og hafa mjargir þeirra gefið mörgum sinnum. Sumir virðast koma reglulega með ýmsa muni frá sjálfum sér eða hafa safnað hjá öðrum. Ollum gefendum muna eru fluttar þakkir fyrir stuðninginn. En ekkert af þessu væri þó mögu- legt án húsnæðisins og er hlutur hjónanna Hlöðvers Einarssonar og Pollýar Guðmundsdóttur ómetan- legur. Og það er ekki aðeins að þau eigi húsnæðið fyrir flóamark- aðinn heldur eru þau boðin og búin að gera allt sem gæti verið markaðinum til framdráttar. Og eru konurnar sem vinna á flóa- markaðinum. á einu máli um að það sé frekar eins og að fara í heimsókn til góðra vina, en að fara í vinnu, þegar verið er að störfum á flóamarkaðinum, við- mót og viðurgerningur húsráðenda er með þeim hætti. Stjórn S.D.Í. flytur þessum heiðurshjónum sín- ar bestu þakkir fyrir margháttað- an stuðning. Beiðni um fjárstuðning Enn ein viðleitnin til að afla sambandinu rekstrarfjár var að ákveðið var að skrifa öllum bæj- arstjórnum, sveitarstjórnum á land- mp auk fleiri aðilum og biðja um fjárstyrk. dýraverndarinn í bréfinu var skýrt frá tilgangi sambandsins, og annríki stjórnar- innar vegna afskipta af dýravernd- unarmálum. Einnig var sagt frá trúnaðarmannakerfinu og þeirri knýjandi nauðsyn að ráða starfs- mann. í lok bréfsins var óskað eftir fjárstyrk til stuðnings starfsem- inni. Nú hafa borist átta styrkir frá 5-50 þúsund króna upphæð- um. Sá níundi hefur lofað styrk en ekki sent hann enn. í tveim sveit- arfélögum var styrkumsókninni vísað til fjárhagsnefndar og hafa ekki borist nánari fréttir af því. Tveir aðilar sem beðnir voru hafa neitað styrkveitingu og er Reykja- víkurborg annar þeirra. Frá öðrum sem sent var bréf hefur enn ekkert heyrst. Flestir þeirra sem sent hafa sam- bandinu peninga hafa látið bréf fylgja með og í þessum bréfum er lýst þakklæti með störf S.D..Í. og því óskað velgengni í störfum. Dýraverndarinn í gleði sinni yfir velgengninni með flóamarkaðinn ákvað stjórnin að reyna að koma Dýraverndaran- um út fjórum sinnum á ári í stað þrisvar. Það er höfuðtilgangur sambandsins að halda úti tímariti með greinum um dýr og málefni þeirra, og útbreiða það meðal al- mennings. En þrátt fyrir að árgjald blaðsins sé hækkað árlega fer verðbólgan enn hraðar og er tap- ið á blaðinu s.l. ár gífurlegt. Þann- ig að það er ekki alveg víst að blaðið geti komið út fjórum sinn- um á árinu. Fyrsta blaðið er kom- ið út og annað er í prentun. Sem fyrr ritstýrir Gauti Hannesson blaðinu og með honum í ritnefnd eru Paula Sörensen og Jórunn Sörensen. Og eins og áður vinna þessir aðilar störf sín við blaðið í sjálfboðavinnu og er ekki fyrir- huguð nein breyting þar á. Á s.l. ári bað ónafngreind kona á Kristneshæli Jórunni Ólafsdótt- ur í Dýraverndunarfélagi Akur- eyrar að koma 12.000 krónum til blaðsins. Þessa peninga gaf hún blaðinu af sínu tryggingarfé og vill ekki láta nafns síns getið. Stjórnin þakkar henni af alhug. Það er ósk stjórnarinnar að sem flestir innan samtakanna sjái sér hag í því að nota Dýraverndarann til að koma áhugaefnum sínum á framfæri og stuðli þannig að út- breiðslu blaðsins og gagnsemi þess. Dagur dýranna Dagur dýranna var haldinn 17. september 1978. Það var þriðji sunnudagur í september, en það er hinn árlegi merkjasöludagur S.D.Í. Nú var merkið selt víðar um landið en nokkru sinni fyrr og áttu trúnaðarmenn sambandsins drjúgan þátt í því. Ekki færri en 16 trúnaðarmenn búsettir í þétt- býli tóku að sér að sjá um merkja- sölu. Dýraverndunarfélag Akur- eyrar sá eins og áður um merkja- söluna á Akureyri. í Kópavogi var Hlín Brynjólfsdótttir í Hunda- vinafélaginu sem hafði veg og vanda af merkjasölunni. Elín Tómasdótttir sá um sölu merkj- anna í Hafnarfirði og Ólafur Skúlason sá um merkjasöluna í Garðabæ. Ólafur er aðeins fjórtán ára gamall en hann leysti þetta með mikilli prýði. Ávarp í tilefni dagsins var sent öllum blöðum og útvarpi og sjón- varpi. í því var bent á, að þrátt fyr- ir allgóð dýraverndunarlög á ís- landi er langt frá því að þeim sé framfylgt sem skyldi. T.d. eru skýr ákvæði um það í lögmn, að þegar dýr eru aflífuð skuli það gert með 5

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.