Dýraverndarinn - 01.09.1979, Síða 18
kemur til unganna með mat, fer
hún sér að engu óðslega, en ung-
arnir eru afar óþolinmóðir og bera
sig aumlega. Þegar þeir sjá, að hún
ætlar að fara að „selja upp", bíða
þeir rólegri, enda þótt þeim þyki
sýnilega biðin löng, og mlæna á
hana vonaraugum. Fyrst teygir hún
fram hálsinn og beygir höfuðið
niður á við, síðan opnar hún nef-
ið, en háls og aðrir vöðvar taka til
starfa, uns uppsalan tekst. Ung-
arnir vita nú, hvað stendur til og
horfa áfergjulega niður í gras-
svörðinn eða mölina fyrir fram-
an þá, þar sem maturinn hlýtur að
detta niður. Síðan étur hver það,
sem hann nær í. Foreldrarnir
staldra oftast við á meðan krakk-
arnir háma í sig matinn; bæði til
þess að varna því að börn nágrann-
anna steli frá þeim og til þess að
verja ungana og m;at þeirra fyrir
öðrum ræningjum, sem mundu
vilja „snúa þeim til seyðis".
Undir eins og ungarnir eru
orðnir fleygir, um 7 vikna eða
eldri, fara þeir frá varpstöðvunum
og eru framan af í fylgd foreldr-
anna. Fara þeir venjulega fyrst
til strandar, en síðan í óákveðið
flakk, en flestir leita þeir þó suður
á bóginn.
Því verður ekki neitað, að
svartbakurinn gerir oft talsverðan
usla bæði í æðarvörpum og í veiði-
ám. Drepur hann fiska, þ. e. silung
og lax, þar sem þeir eru að brölta
á grynningum og brotum í ánum.
Heggur hann venjulega nefinu að-
eins einu sinni í hnakka laxins, og
skeikar sjaldan, að laxinn þurfi
frekari aðgerðar. Síðan rífur hann
laxinn á hol framarlega á kviðnum
og étur fyrst úr honum innýflin.
Mest sækir þó svartbakurinn fæðu
sína á reka og fjörur. Hefur það
verið athugað alloft með því að
skoða í maga þeirra. En þar sem
hann er alæta og hefur sérstaklega
góða lyst á hræjum, getur ekki hjá
því farið, að hann geri stundum
gagn sem aðrar hræætur. Stundum
étur hann skordýr eins og t.d. gras-
maðk, og mun enginn telja það
eftir honum.
Einkenni. Stór máfur, svartur á
bakinu, yfir um herðarnar og aft-
an á vængjunum, en drifhvítur
annars staðar. Flugfjaðrirnar allar
hvítyddar, en grásvartar að öðru
leyti. Nefið stórt, gult, en oftast er
„hnéð" neðan á neðra skolti meira
eða minna rauðleitt. Fæturnir eru
gráhvítir eða með bleikum blæ-
brigðum. Ungarnir eru allir mó-
grádröfnóttir og eru breytilegir að
lit eftir aldri, því að þeir eru 3-4
ár að verða fullþroska. Hafa þeir
ýmis nöfn eftir útliti, t.d. grámáf-
ar, kaflabringur o.s.frv. Svartbak-
urinn er mikið á flugi og flýgur
oft mjög hátt. Stundum sitja þeir
margir tugum eða hundruðum
saman löngum stundum ýmist
í eyðisöndum eða annars staðar,
bæði við sjó og lengra inni á land-
inu, t.d. á áraurum o.v. Er það
helst síðari hluta varptímans eða á
áliðnu sumri, sem; þeir hegða sér
þannig. Þeir eru þá ætíð þögulir
og virðast sitja þannig án þess að
hirða um það, sem fram fer í ná-
grenninu. Þó hafa þeir jafnan
verði úti og eru allvarir um sig.
Hvers háttar þing þetta eru, vita
menn ekki; eigi er heldur vitað,
hvort þetta er geldfugl, sem eigi
hefur orpið, eða eins konar hress-
ingarhælis-svartbakar, sem eru að
hvíla sig eftir erfiði varptím-
ans og skyldustarfanna.
(Stærð: 1. 660-750 mm; v. 440
-510 mm; n. 56,5-69 mtn; fl. 70
—80 mm; miðtá með kló 67-76
mm.)
Undanfarið hefur verið lýst all-
ítarlega lifnaðarháttum svartbaks-
ins hér á landi. Var það gert af því,
að þar var fengið gott dæmi um
lifnaðarháttu máfanna yfirleitt.
Þeir eru mjög líkir í öllum að-
alatriðum og þarf því litlu að
breyta, þegar rætt verður um þær
tegundir, sem nefndar verða hér
á eftir. Sumir máfar eru meiri sjó-
fuglar en aðrir og koma því ekki
á land nema meðan varptíminn
stendur yfir. Aðrir dvelja meiri
hluta ársins á landi eða við land.
Allir eiga ntáfarnir sammerkt í
því, að þeir eru annaðhvort alætur
eða sem næst því, en einna sólgn-
astir eru þeir í kjöt og fisk, og er
þeim alveg sama, hvort það er nýtt
eða úldið. Þeir eru því allir hræ-
ætur að meiru eða minna leyti. Egg
og unga annara fugla éta þeir ætíð,
þar sem slíkt góðgæti er að fá. Þó
eru fæstir þeirra taldir vera skað-
legir, þ.e. að valda mönnum fjár
hagslegu tjóni, þar eð barátta
þeirra og okkar fyrir daglegum
þörfum fer sjaldnast fram á sama
vettvangi. Svartbakurinn er þó
undanskilinn að sumu leyti, t.d. ef
hann herjar á æðarvörp eða sest
unnvörpum að veiðiám og étur
þar fiska og seiði þeirra.
Allir máfar eru frekar lengi að
ná fullum þroska, enda eru þeir
flestir langlífir. Þeir fá ekki full-
orðins lit, fyrr en þeir eru orðnir
nokkurra vetra (2-4) að aldri. Eru
þeir því mjög mismunandi að út-
liti eftir aldri og árstíðum (því að
talsverður munur er á sumar- og
vetrarbúningi). Því miður er ekki
hægt að lýsa þeim breytingum
neitt að ráði, án þess að lengja
frásögnina úr hófi, auk þess sem
vitneskja er af skornum skamimti,
að því er sumar tegundirnar snert-
ir.
18
DÝRAVERNDARINN