Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 98
Rl'l'DÓMAR
HUGUR
„analyein“, sem þýðir að „greina“, og með „syntetfskum dóm“ átli Kant
við dóm, þar sem einhverju er skeytt við það hugtak, sem frumlagið lætur
í ljósi. Þau eru síður til þess fallin að brjóta hlutleysisregluna um þýðingu,
sem áður var minnst á.
Ég er heldur ekki alveg sáttur við „skynvitund“ sem þýðingu á
„Anschauung“, þótt ég verði að viðurkenna, að betra orð sé torfundið. Til
dæmis lætur tal um samband skynvitundar og skynhæfni á bls. 95 nokkuð
ankannalega f eyrum í íslenskri þýðingu: hlýtur ekki að vera eitthvert
samband þarna á milli, fyrst að stofninn „skyn-“ kemur fyrir í báðum
orðunum?
„Bókstafstrú" sem þýðing á „formalism" (sjá t.d. bls. 24) er að vísu
hnyttilegt, en ber vott um dálitla hótfyndni, sem tæpast á lieima hér. I
þessu santhengi er „formalismi" sú skoðun um eðli stærðfræðinnar, að
merking tákna hennar skilgreinist eingöngu af samhengi, og að stærðfræði
felist í því að fara nteð tákn eftir föstum reglum. í orðabók Menningar-
sjóðs er „bókstafstrú" skýrt sem „það að trúa skilyrðisjaust og bókstaflega
á eitthvað, það að aðliyllast fremur bókstaf en anda“. A íslensku hefur það
því fengið fremur neikvæða merkingu, sent „bókstafstrú“ í liinni nýju
merkingu „smitast” síðan að sjálfsögðu af. Hins vegar held. ég, að
„formalistar“ séu og hafi verið „andans menn“ engu síður en aðrir, og að
þcir þurfi alls ekki að vera bókstafstrúarmenn fremur en aðrir. I lér er því
um að ræða brot á annarri mikilvægri hlutleysisreglu um þýðingu: þýðing
orðs á að hafa sörnu neikvæðu og jákvæðu merkingarblæbrigði eða „tóna“
og upphaflega orðið, eftir því sem tök eru á.
Aftast í bókinni eru skýringar samdar af Þorsteini Hilmarssyni, sem nú
er annar af ritstjórum Lærdómsritanna. Þessar skýringar eru ágætlega
saindar og hinar nytsamlegustu. Þar sem þeim er fremur stillt í hóf tel ég
þó, að áherslu hefði mátt leggja á önnur atriði í efnisvali þeirra. Mestu
púðri er eytt í æviágrip manna, sem nefndir em í textanum, og ýmsa aðra
fróðleiksmola, sem vissulega ættu rétt á sér í viðameiri skýringahluta, en
auka að mjög takmörkuðu leyti við raunverulegan skilning á bókinni.
Jafnvel mjög stuttar skýringar á tækniorðum eins og „forskilvitlegur“,
„raunhæfur", „jafnvægur", „umtak“ o.s.frv., hefðtt verið mun gagnlegri
fyrir lesandann en fróðleikur á borð við að faðir Georgs Cantors hafi verið
dansktir eða að Rudolf Erich Raspe hafi skráð sögur Miinchhausens
baróns! Eg get ekki annað en ímyndað mér, að án skýringa á tækniorðum
verði skilningi hins almenna lesanda á verkinu nokkuð ábótavant,
sérstaklega í ljósi þess, sem þegar hefur verið bent á í sambandi við
nokkur mikilvæg nýyrði.
Þýðing Kristjáns Kristjánssonar er vönduð. Þcgar menn hafa jafngott
vald á íslenskri tungu og hann er ávallt erfitt að þræða hinn gullna
meðalveg á milli þess að stillinn verði ábúðannikill og tilgerðarlegur og
hins að hann sé á fallegri og hreinni íslensku. En ég hygg að hér hafi vel
tekist til. Merkingunni er yfirleitt komið rétt til skila, og það alltaf á
kjarngóðu niáli. A stöku stað sýnist mér þó, að þýðingin sé ögn óná-
kvæm. Onákvæmni í þýðingu er þá ámælisverð, er hún hamlar réttum
skilningi, eða jafnvel skilningi yfirhöfuð, á textanum. Erfitt er að meta,
hvort þetta á við, og þá að hve miklu leyti, um þau örfáu atriði, sem drepið
96