Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 38

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 38
32 BÚNAÐARRIT ■erfiðari en þær þyrftu að vera og heimta meiri vinnu, sem kemur niður á dýrmætustu daga ársins. Það er öllum kunnugt, að þó að við hirðum sæmi- lega vel heyin á sumrin, þá er þó altaf vatn í þeim, og af þeirri ástæðu hitna þau, en við hitann gufar vatnið upp, og er það alþekt, hvað mikið blotnar ofan á í hlöð- um, sem hiti er í; sé þetta hey ekki borið út og þurkað, veldur það áframhaldandi hita og myglu. Mikið má verjast þessari bleytu ofan á heyinu á sumrin, með því að búa hlöðurnar út sem hjaila, hafa t. d. innlátsop á báðum stöfnum, glugga á hjörum og strompa á mæni, og halda þessu altaf opnu, eftir því sem veður ieyfir, fram á haust. Standist opin á, ætti þetta ekki að veikja hlöðuua íyrir veðrum. 3. Aft lengja lieyskapartímann. Nú á síðustu tímum hefir mikið verið ritað urn votheys-gerð, nauðsyn þess og ágæti. Mór hefir komið til hugar, hvort sú heyverkunaraðferð geti ekki orðið meðal til þess, að við gætum lengt heyskapartímann úr þessum vanalegu 8—9 vikum upp í 10 —11 vikur. Þessi lenging á heyskapartímanum byggist að öðrum þræði á því, að hægt sé að slá túnin t.visvar, og sé háin sett í vothey. Aðíerðin er í stuttu máli þessi: Byrjað sé að slá túnin hálfri tii heilli viku fyr en nú er venja, án tillits til þess, hvort þau séu fullsprottin, því að það sem á það vantar ætti að koma í síðari slætti. Túnin séu síðan vel varin fyrir öllum ágangi og um- ferð, sem um gróanda, og að dregið sé að byrja á öðrum slætti, þar til venja er að hætta útheys-heyskap, eða um 20 vikur af sumri. Eg vil fara nokkrum orðum um það, sem mælir með og móti þessari aðferð. Það hefir lengi þótt einn af ókostum kaupavinn- unnar í sveitunum, hvað vinnan hefir varað stuttan tíma,

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.