Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 40

Búnaðarrit - 01.01.1915, Page 40
34 BÚNAÐARRIT legar. En svo mikið er víst, að há fellur síðar en annað gras, og liggja tvær auðsæjar orsakir til þess. Fyrst, að hún sprettur siðar, og í öðru lagi er lítið um fræ- myndun á henni, sem flýtir svo mjög fyrir trénun á vanalegu grasi. Þriðja og ef til vill veigamesta ástæðan á móti þessu er það, að við þetta tapast háarbeitin handa kúnum síðari hluta sumars, sem margir telja mikils virði. Þetta yrði að bæta kúnum upp, helzt með dálítilli kraft- fóðursgjöf, því venjulega hafa þær nóg til fylla um það leyti, en vantar svo auðmeltan kjarna, að þær geti haldið nyt. Til lengingar fóðuröflunartímanum gæti komið til greina fóðurrófnarækt; vinnan við ræktun þeirra kemur að miklu leyti á þann tíma, sem ekki standa yfir hey- annir. En til þess að það geti orðið arðvænlegt, þyrfti þjóðin að fá bæði þekkingu á ræktun þeirra, verkfæri, sem til þess heyra, og glöggar og greinilegar sannanir þess, að það borgi sig. Alt þetta gengur seint enn sem komið er, en eng- inn vafi er á því, að betur gengi að fá kýr inn í nyt á haustin, ef til væri þá fóðurrófur handa þeim, til að jafna viðbrigði heys og haga. 4. Aðferðlr, sein spara hey og bæta. Alt af frá landnámstið hefir vetrarbeit verið notuð hór á landi til sparnaðar heyjum, einkum fyrir sauðfé og hross. En þrátt fyrir þessa löngu reynslu þjóðar- innar í þessu efni eru menn aldrei á eitt sáttir um það, hvernig eigi að nota beitina. Árleg og augljós eru dæmi þess, að menn ofætli fónaði á beit, en hitt er ekki eins hávært, þó menn vanræki að nota beitina, ýmist á þann hátt, að halda ekki fénaði nægjanlega til haga, eða með því, að hirða ekki um að viðhalda eða auka beitarþol fénaðarins. Beitarþol fénaðarins hefir afarmikla þýðingu með

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.