Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 85

Búnaðarrit - 01.01.1915, Side 85
Jarðyrkjukensla á Ánabrekku. Að tilhlutun Búnaðarlélags íslands hal'ði eg á hendi verklega jarðyrkjukenslu á Ánabrekku i Mýrasýslu siðast- liðíð vor hjá Guðlaugi Jónssyni óðalsbóuda, er þar býr. Nemendur voru þrír, og voru þeir þessir: Ólaí'ur Guðmundsson l'rá Nesi á Seltjarnarnesi, Sigurbjörn Guttormsson frá Stöð í Stöðvarfirði, Sigurjón Erlendsson frá Álftárósi á Mýrum. Luku þeir allir bóklegu námi við Hvanneyrarskólann siðastliðið vor. Vorið var, svo sem kunnugt er, eitt hið kaldasta og óhagstæðasta, sem dæmi eru til hér um sveitir. Tafði það mjög alla vinnu og gerði hana erfiðari. Klaki fór t. d. ekki úr jörð fyr en komið var undir slátt. Kenslan byrjaði 18. maí og stóð yfir til 27. júni. Sigurjón Erlendsson gat þó ekki verið allan timann, af þvi að hann veitir búi forstöðu, og mátti því ekki vera fjærverandi svona langan tíma. Unnið var að þessum jarðabótum: Með þaksléttuaðferð voru sléttaðir um 600 □ faðinar. Nokkur liluti þeirra var þó sléttaður af heimamönnum og kaupamönnum öðrum en verknemendum. Mest var rist ofan af með undirristuspaða, en einnig fengu nemendur að sjá og reyna hið nýja ol'anafristuáhahl »Sköfnung«. — Var höfundur þess, Sigurður Johnson, sjálfur hjá mér í tvo daga til þess að kenna piltum handlökin við notkun þess. Unnu piltar til skiltis með honum, og var alls rist oían af 130 □ föðmum á 8 klst. Var til þess valin gömul slétta, og var meira en lielmingur liennar alveg sléttur, en sumt nokkuð farið að aflagast, en þó vel greiðfært. En bæði voru menn og hestar óvanir starfinu og gekk það því bæði fremur seint og var lakar gert, en þegar rist er ofan af með spaða. Yfirleitt virtist mér áhaldið ekki liafa náð þeirri festu, aö rétt sé að ráða mönnum til að fá sér það, að svo stöddu, en þó rétt að veita athygli þeim umbótum, er á því verða gerðar, enda var mér sagt, að síðar hafi það verið lagað, og hafi eftir það gengið vel.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.