Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 20
14
BÚNAÐARRIT
En meðan þetta gerist, hafa verið seld nm 200 skinn
héðan í Þýzkalandi (í gegn um Noreg). Söluskýrsla
er ókomin, en skeyti og bréf hafa borizt félaginu þess
efnis, að skinnin hafi eða muni seljast að meðaltali
fyrir 6—6V2 gullmörk. í dag (9. jan.) er gengi marks-
ins um 1,79, svo miðað við það ætti söluverðið að hafa
verið um lcr. 10,70—11,60. Frá þessu söluverði dregst
allur sölukostnaður, en þó hann kunni að vera nokkuð
hár, þá er hér um góða sölu að ræða — miðað við 1.
liðs kynblendinga — hærra verð en ég hafði húizt við.
Þó það hcyri ekki undir minn verkahring að hafa
afskipti af þessari karkúlfjárrækt, þá virðist inér
kenna svo alvarlegs misskilnings hjá ýmsum út af
þessari tilraunabyrjun, að ég vil gera hér um nokkra
athugasemd.
Hinar fyrst almennu upplýsingar er ísl. bændum
hai'a borizt um karakúlafjárrækt mun vera ritgerð dr.
Lotz í Búnaðarritinu 1932. Að visu gefur Lotz góðar
vonir um einblendingana, þar sem hann segir um þá:
„Ef einhver þessara hrútlamba fyrsta ættliðs hafa
mjög falleg skinn, sem ég tel liklegt, þá má slátra þeim
á öðrum eða þriðja degi og selja skinnin, jafnvel fyrir
13—20 kr.“
En hins ber líka að geta, að hann segir að áfram-
haldandi blendingsrækt gcfi verðhækkandi skinn.
í leiðarvísi um karakúlfé, sem ég tók saman í fyrra
vetur og útbýtt var meðal þeirra er höfðu fengið kara-
kúlfé, kemst ég svo að orði: „Dýraræktarstofnunin í
Halle, sem hefir, eins og áður er sagt, hreinræktað
karakúlfé um meira en fjórðung aldar, hefir einmitt
gcrt víðtækar tilraunir með slika kynblöndun. Við
þessar tilraunir hefir komið i ljós, að kynfesta kara-
kúlfjárins er með afbrigðum mikil, svo að komið get-
ur fyrir að skinn af einblendingum jafngildi fyllilega
góðum skinnum af hreinræktuðu fé. En eins og vænta
iná, þá er það aðeins lítill hluti af skinnum einblend-