Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 72
66
BÚNAÐARRIT
mjög ört, svo að sláttur gat byrjað á beztu túnum um
Jónsmessu, en ekki almennt fyrr en um mánaðamót,
og fyrst í júli. Spretta var góð og víða alveg ágæt, sér-
staklega á valllendi. Framan af slætti, fram undir miðj-
an júlí, var tíð góð, en þá komu óþurrkar norðan- og
austanlands og héldust þeir sláttinn út. Hey nýttust
þvi illa ,eru mjög lirakin og víða líka lítil. Sunnan-
lands var tíðarfar aftur sæmilegt og nýting góð, en
allmargir hirtu djarl't og því hefir víða hitnað meira
í heyinu en átt hefði að vera. Vestanlands var tíð mis-
jafnari, þar var alversti óþurrkaparturinn á öllu land-
inu (Sléttu-, Grunnavíkur- og Árneshreppur), en
þar gekk líka heyskapur sæmilega víða. Dæmi eru
þess, að engin taða var komin inn á leitum. Um vet-
urnætur gekk í hríðar, gerði mikinn snjó norðan- og
austanlands og fennti fé og hross í Húnavatns-, Skaga-
fjarðar-, Eyjafjarðar- og N.-Múlasýslu, en inikið
var það ekki. Rétt fyrir jólaföslu gerði aftur einmuna
tíð og hélst hún til áramóta.
Bæði vorin, 1933 og 1934, urðu allmargir bændur
heylausir. Ekki féll fé þó af þeim orsökum, þvi aðrir
gátu hjálpað, og mat var hægt að fá. Petla er alvarlegt
umhugsunarcfni. Hér þarf að verða breyting. For-
sjálnin og fyrirhyggjan þarf að vaxa, og menn þurfa
að læra að skilja, að tvær ær vel með farnar gefa oft
eins mikinn netto-arð og þrjár, sem teflt er í tvísýnu
með, hvað ásetning snertir, og því verða vanhaldasam-
ar hvað sem út af ber.
Útigangsfé. Veturinn 1931—2 gengu 8 kindur fleiri
úti en ég taldi í síðustu skýrslu minni. 1932—3 voru
það 17 kindur, sem ég veit um, að gengu af í afrétt-
liin og á öræfum og 1933—4 voru þær 12.
Vænleiki fjárins. Haustið 1933 var slátrað um 408000
fjár til innleggs í verzlanir. Þar fyrir utan var heima-
slátrun. Fé var þá heldur rýrt og fyrir neðan meðallag.
Verðlag til bænda haustið 1932 varð liæst á Siglu-