Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 145
BÚNAÐÁ'RRI T
139
mælingum. Lauk ég meðal annars við stóra uppdrætti
frá Hornafirði, er ná yfir rúml. 2000 ha lands.
Frá 2G. mai til 19. júní var ég ekki i þjónustu fé-
lagsins. En eftir það vann ég að mælingum, ýmist fyrir
ríkið eða Búnaðarfélagið. Meðal annars undirbjó ég
landafhendingu hænda á Flóaáveitusvæðinu til ríkis-
íns, til greiðslu á stofnkostnaði áveitunnar.
Þá mældi ég fyrir uppþurrkun á stóru landi fyrir
vinnuhælið á Litla-Hrauni. Saltvíkurland á Kjalarnesi
inældi ég allt með tilliti til ræktunar. í Innri-Njarðvílc
á Reykjanesi mældi ég land, sem skipta á upp til rækt-
unar.
Veturinn, fram að nýjári, vann ég að landauppdrátt-
um.
Auk þess, sein nú er talið, hel'i ég í þessi 2 ár haft
ýms smærri verlcefni með höndum, s. s. eftirlit með
framkvæmdum, landaskipti, smærri mælingar, áætl-
anir um framkvæmdir og leiðbeiningar á sviði land-
búnaðarins.
Ásgeir L. Jónsson.
Skýrsla sandgræðslumanns árin
1933 og 1934.
Á árunum 1929 til 1932 rak sandgræðsla ríkisins
bú á jörðum sandgræðslunnar, Gunnarsholti, Brekk-
um og Reyðarvatni. Grasyntjar voru sumar notaðar
af sandgræðslunni, en aðrar lánaðar bændum til
slægna. Fénaður var einungis stórgripir, sem gengu á
afgirtum svæðum, hestar, uxar, lcálfar og fátt eitt af
mjólkurkúm. Landið var fyrst til að byrja með alll í
órækt, og því ekki fallið lil þess að hafa þar mjólkur-
kýr, en haglendi var þar gott og hejdall ágætt handa