Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 147
B Ú N A Ð A R RI T
141
„1. Hóí' búnaðarmálastjóri umræður og var aðalum-
ræðunefnið sandgræðslumálið yfirleitt, og sér í
lagi hér' í hreppnum. Næst talaði sandgræðslu-
stjóri og hélt áfram máli frummælanda, skýrði
l'rá ástæðum og horfum í þessu máli, og brýndi
fyrir nefndarmönnum mjög svo brýna þörf þess,
að hér væri haldið áfrarn sandgræðslunni, og ekki
hætt við hálfunnið verkið, sem hafið er. Könn-
uðust allir viðstaddir við það. Taldi sandgræðslu-
stjóri nauðsyn bera til, að haldið væri áfram
Fellsmúlasandgirðingunni austur og norður með
Skarðsfjalli, allt inn að „gamla-Skarði“, eða inn
l'yrir það, og síðar inn gárann alla leið, eftir því
sem ástæður frekast leyfðu.
Til þess að greiða í'yrir þessu bráðnauðsynlega
máli, ákvað hreppsnefndin, að veita til þess, fyrir
sitt leyti, 500 kr. úr hreppssjóði, í eitt skipti fyrir
öll, og var hún öll sammála um það, með því skil-
yrði þó, að verkið yrði hafið þegar á yfirstand-
andi sumri. Ennfremur tekur hreppsnefndin á-
byrgð á framlagi Guðna bónda Jónssonar i Skarði,
gegn þeirri tryggingu, sem nefndin tekur gilda.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð upplesin og
samþykkt.
Eyjólfur Guðmundsson. Ófeigur Vigfússon.
Guðmundur Árnason. Jón Þorsteinsson.
Loftur Jakobsson. Guðni Jónsson."
Þegar búið var að undirbúa málið, útvega girðingar-
•efni, ráða menn til vinnunnar og gera aðrar ráðstaf-
anir, sem með þurftu, til þess að verkið yrði fram-
kvæmt, þá fær sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu eftir-
l'arandi símskeyti
„Sandgræðsla norður frá Fellsmúlagirðingunni fæst
<ekki að neinu leyti kostuð af jarðeigendum né hreppi“.
Þetta skeyti sendir oddviti Landmannahrepps 29.