Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 53
BÚNAÐARRIT
47
hinar 3 ísl., og fræþyngd þeirra er heldur meiri en á
erlendu fræi sömu tegundar. Virðast vera nokkrar
ltkur fyrir því, að unnt verði að x-ækta fræ af þess-
um tegundum, en um það verður ekki hægt að segja
með neinni vissu fyrr en eftir nokkur ár. Rannsóknir
á fræuppskeru ársins 1932 benda nokkuð í þá átt, að
hávingull verði nothæfur til fræræktar hér á landi, og
túnræktartilraunir hafa sýnt, að hann hefir mikið
vetrarþol og er varanleg fóðurjurt.
Fer hér á eftir yfirlit, sem sýnir, hvernig fræið frá
1932 reyndist: Tegund Fjöldi sýnish. Gróhraði Gróniagn 1000 fræ vega gr
1. Háliðagras 5 84,2 93,0 1,144
2. Túnvingull 17 48,0 68,2 1,160
3. Vallarsveifgras . . 5 60,4 65,7 0,437
4. Hávingull 5 24,0 61,2 2,184
ö. Vallarfoxgras . . . 3 32,7 47,0 0,456
0. Jaðar rýgresi ... 2 53,0 68,0 2,585
Yfirlit þetta sýnir, að 3 fyrstu tegundir nar haf
gróið fremur vel, enda reyndist fræið vel til túnrækt-
ar sumarið 1933. Túnvingullinn greri betur en meðal-
talið sýnir, mestallur með 80,2%. Vallarsveifgrasið
hefir gróið fremur vel, eftir því, sem venja hefir verið
með þá tegund. Er þetta eflaust þ.ví að þakka, að fræ-
ið allt var þurrkað á „hesjum“. Rannsóknir undan-
farinna ára hafa sýnt, að tæpast er liægt að þurrka
fræuppskeru svo vel úti, að ekki sé nauðsyn að þurrka
hana meira. Aukaþurrkun á túnvingulsfræi umfram
útiþurrkunina hefir nú í seinni tíð aukið gróþrótt
fræsins um 10 12%, einkum hefir gróhraðinn auk-
izt, en hann er mest verður, þegar dæmt er um gæði
frævöru til útsæðis.
Rýst ég við, að auka mætti grómagn allra fræteg-
nnda, sein hér þroskast, með því, að þurrka það auka-