Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 157
BÚNAÐARRIT
151
moldarefnin (Humus). I votum mýrum og kölduin
vantar fullnægjandi skilyrði. Sundurliðunin gengur
]jví hægt og hægir snemma á sér. Myndunin torf eða
mór, sem heldur sér Iítt hreytt öldum saman. í loft-
ræstri þurri jörð verður sundurliðunin örari, hægir
seinna á sér og skilur eftir fíndeildari moldarefni,
er að mestu hafa tapað hyggingareinkennum hins
upprunalega efnis.
Við allar þessar breytingar losna að vísu efni, sem
hafa basiskt eðli, svo sem sum steinefni jurtanna og
ammoníak, sem þó venjulega breytist l'ljótlega í salt-
pétursýru, en hins gætir þó meira, sein myndast af
sýrukenndum efnum. Kemur þar til greina kolsýra,
sem að nokkru leyli leysist upp í jarðvatninu og sýrir
það, sömuleiðis eitthvað af mjólkursýru, smjörsýru,
edikssýru o. 11. En þýðingarmest í þessu samhandi
eru þó sýrukennd efni, sem kallaðar hafa verið mold-
arsýrur (Humussyrer).
Efni þessi eru allmótstæðileg fyrir frekari sundur-
liðun, og því liægfarari og ófullkomnari, sem umbreyt-
ingin verður, þess hættara er þessum efnum til þess
að safnast fyrir. Gætir því sýringar oft frekar i vot-
lendi og í þéttum jarðvegi, þar sem sundurliðunin
meðal annars er takmörkuð vegna loftlej'sis.
Sven Odén, sænskur jarðvegsfræðingur, sem mikið
hefir fengizt við rannsókn moldarefnanna, skiptir
hinum myndlausa hluta þeirra þannig:
1. Humin eða Hunuiskul. Myndlaust, dökklitað efni,
lítl leysanlegt í alkaliskuin vökva. Hefir ekki
greinilega súra eiginleika.
'2. Fulvosýrur, dálítið gullitaðar, leysanlegar i vatni.
3. Hi/matomelansýra, brún að lit og uppleysanleg í
vínanda.
4. Humussýra, dökk að lil og torleyst í vatni, en getur
myndað með því svifkenda (colloidal) upplausn,
líkt og kýsilsýra.