Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 207
BÚNAÐARRIT
201
ætti það ekki síður að eiga sér stað með heita vatnið.
Ganga má út frá því, að það hafi farið langar leiðir
gegnum sprungur berglaga iangt niðri í jörð, og þvi
liaft gott tækifæri til þess að beita sínum uppleysandi
áhrifum. Það er fyrir löngu kunnugt, að margar heit-
ar uppsprettur hér á landi væru basiskar. Er þess viða
getið hjá Þorvaldi Thoroddsen í ritgerðum hans um
hveri á íslandi (35), og einnig hefir það verið athug-
að af Þorkeli Þorlcelssyni (34), ásamt öðrum rann-
sóknum hans um hveri á íslandi. I engri þessara rit-
gerða er gefið upp, á hve háu stigi þetta sé, enda þá
ekki kominn síðari ára tæki til þeirra rannsókna.
Um hveravatnið getur komið margt til greina, sem
áhrif getur haft á verkun þess, en ég vildi þó forvitn-
ast um þetta, sem einn lið í athugunum mínum um
upplausn ísi. bergtegunda. Ég hefi jm safnað all-
mörgum sýnishornum af heitum og volgum uppsprett-
um, aðallega á svæðinu frá Eyjafirði vestur á Strandir.
Ákveðið með rafmagnsaðferð, hefir hasaverkun
þessara uppspretta reynzt frá pH 7,6—9,0, flestar á
sviðinU 8,0—8,8. Basastigið virðist standa í nokkru
sambandi við hitastigið, en þó er það ekki einföld
regla. Það sést því, að þrátt fyrir það, að vanalega er
nokkuð af kisilsýru uppleyst í hveravatni og sum-
staðar eitthvað af brennisteinssamböndum, þá verð-
ur basaverkunin langtum yfirsterkari en sýringin.
Mér er ekki kunnugt um neinar slikar mælingar
frá erlendum hitauppsprettum, get því engan saman-
burð gert, en enn virðist þetta benda til basamáttar
ísl. hergtegunda.
3. Bcrgvatnsár. Með hergvatnsám á ég við ár og læki,
sem ekki eru jökulár. Af þeim hefi ég rannsakað all-
mörg sýnishorn, en aðallega þar, sem ég hefi náð til i
Húnavatnssýslu. Við það hefir komið í ljós, að nokk-
ur munur er á milli ánna sjálfra um sýrufar og einn-
ig, að sama á eða lækur mælist misjafnt, eftir þvi