Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 189
BÚNAÐARRIT
183
sé talsvert af jarðvegi, sem sé aðeins veiksúr að eðli,
•og sumt jafnvel ofan við áhrifslaust.
Athuganir um árstíðaáhrif á sýrufar jarðvegsins.
Eins og fyrr er getið, er talið að veðráttan liafi
milda þýðingu fyrir sýruástand jarðvegsins, og það
•er af sumum talið nokkrum hreytingum háð eftir
árstíðum. Mér þótti fróðlegt að athuga, hvort ég findi
nokkra breytingu á þessu hér. Valdi ég því þrjá staði,
sem ég hefi mælt smám saman sumurin 1933 og 1934.
Set ég hér yfirlit um þær mælingar.
Nr. 1 er deiglent tún, gulleitur leirkenndur jarð-
vegur undir, en samofin seig grasrót, aðalgróður,
vingull, snarrót og l)Iaðka. Nr. 2 er meðalþurrt tún,
malarundirlag, en ofan á allþykkur myldinn lcir-
kendur jarðvegur (fokjörð), aðalgróður sveifgras,
vingull, smárakirningur. Nr. 3 er harðlent tún, jarð-
lag' svipað og í nr. 2.
Sýnishornin eru tekin á þann hátt, að gerð var lílil
hola ca. 20 cm djúp. Við hverja mælingu er tekin
•örþunn flis upp og ol'an úr barmi holunnar annars-
vegar. Hún síðan mulin, hreinsuð og blandað vel
saman. í holuna er á milli felldur upphaflegi hnaus-
inn loftþétt, svo sárið verði ekki fyrir annarlegum
áhrifum. Niðurstaðan af mælingum þessum er þannig:
Nú vill svo til um þessar mælingar, að þær urðu
framkvæmdar við svo mismunandi úrkomumagn sein
frekast getur orðið hér á Norðurlandi. Sumarið 1933
eitt hið þurrasta, 1934 eitt hið úrkomumesta, sem
komið helir lengi. Skilyrðin voru því svo liagstæð
sem orðið gat, ef um greinilegan mismun væri að
ræða yfir stutt tímabil. Eftir mælingunum má heita
að sýruáhrifin séu óbreytt í öllum stöðunum yfir
'sumarið 1933. Mismun á mælingunum virðist l'rekar
mega skoða sem skekkju eða smásveiflur. 1934 kem-
•ur líkt í ljós, en nú fer útkoman frekar læltkandi