Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 202
196
B Ú N A1) A R R I T
þvi meira, sem þetta var gert oftar, en ég hel'i upp-
gefist á að fylgja því til þrautar, nema á einu. Eg
muldi það sýnishorn í júní 1933. Afbrigðið er lítið
eitt eygt, algengt forngrágrýti. Fínleikinn er gróf- til
fínsandur, allt fínduft skolað frá. Það hefir verið
skipt um vatn á því ca. hálfsmánaðarlega allan
tímann síðan. Komst upphaflega eftir nokkra daga
upp í pH 7,8. Nú í des 1934 komst hún enn í pH 7,5.
Hlulfallið milli sands og vatns er 1 g. í 10 cm.3 Fínleiki
smæztu kornanna svarar til þess að þau falla í vatninu
10 cm. á ca. 30 sekúndum, en l'lest kornin eru það
stór, að þau falla samstundis*
Um sum bergafbrigðin kom það í ljós, að el' þau lágu
Jengi í vatni, þá virtist koma dökkleit himna utanum
steinkornin. Við það féll pH tala upplausnarinnar og
áframííaldandi upplausnar og áhrifa við vatnaskipti
gætli því lítið. Þetta mun helzt hafa átt sér stað um
járnrík afbrigði. Þess varð einnig vart, að sum salt-
sýrusýnishornin eyðilögðust eftir nokkurn tíma vegna
þess, að upplausnin varð öll dökk að lit. Á sumum
afbrigðum varð vart botnfalls efna, sem leyst höfðu,
cf þau stóðu lengri tima, á öðrum ekki.
AIls liefi ég athugað rúm 100 sýnishorn af grjóti
og gert á þriðja hundrað mælingar. Ég sé ekki þýða
að birta hér heildartöflu um þær rannsóknir, en til-
færi aðeins sem dæmi nokkrar niðurstöður, og tek
þá bæði af þeim, sem lítilla verkana hefir orðið vart
hjá og einnig hinar, sem sterkastar hafa reynst.
Afbrigði 1 2 3 4 5 6
1 sýruupplausn pH 4,0:
Fínmulið ......... pH 4,5 5,0 6,3 6,8 7,0 7,2
Grófmulið ......... — 4,3 4,4 4,7 5,5 6,0 6,5
í hreinu vatni:
Fínmulið ......... pH 6,7 7,2 7,6 7,9 8,2 8,6
Grófmulið ......... — 6,8 7,0 7,3 7,5 7,7 7,8