Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 184
178
BÚNAÐARRIT
inn frá pH 0—0,3, seni gat verið sitt á hvað, en þ<>
oftar að rafmagnsmælingin kæmi lit með hærri pH
tölu, ef á milli bar. Þar sem háðar mælingarnar hafa
verið gerðar, hefi ég lagt rafmagnsmælinguna til
grundvallar við skýrsluna.
Með mælingum þessum hefi ég viljað ná í sýnis-
horn sem víðast að af landinu og af sem fjölbreytt-
astri jörð. Margir hafa orðið vel við málaleitun minni,
en það er líka hjá mörgum, sem það hefir dregizt úr
hömlu. Talsvert miklum hluta sýnishornanna hefi
ég þvi safnað hér í Húnavatnssýslum, að talsverðu
leyli sjálfur og sumpart fyrir stuðning annara. Til
þess að velja sem mest um jarðvegstegundir og vita
greinileg skil á þeim, var mér líka nauðsynlegt að
safna sem mestu sjálfur.
Hér fer á el'tir úr hvaða landshlutum ég hel'i rann-
sakað jarðvegssýnishorn og hve mörg úr hverjum, en
auk þess hefi ég rannsakað mörg sýnishorn, sem ég
hcfi safnað í sérstökum tilgangi.
Úr Skagafjarðarsýslu 04, Eyjafjarðarsýslu 29, Þing-
eyjarsýslum 29, Múlasýslum 23, Skaftafellssýslum
32, Rangárvallasýslu 3, Árnessýslu 1, Kjósar- og
Gullbringusýslu 5, Borgarfjarðar- og Mýrasýslu 13,
Snæfellsnessýslu 10, ísai’jarðarsýslum 18, Stranda-
sýslu 25, Húnavatnssýslum.398. Samtals 050.
Til þess í stuttu og samandregnu formi að gefa
yfirlit um niðurstöður hinna almennu sýrumælinga,.
liefi ég dregið þær saman í meðfylgjandi skýrslu.
Hefi ég reynt að l'lokka þær el'tir aðaljarðlagsástandi
okkar, þótt ýmislegt mæli með að floltka á annan hátt.
Um aðfengin sýnishorn hefi ég farið eftir upplýsing-
um og auðsæu ástandi sýnishornanna.
Af yfirlitinu kemur glöggt í 1 jós, að rakaástandið
virðist hal'a talsverð álirif á sýrufarið. Deiglendu tún-