Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 75
BÚNAÐARRIT
69
selt er úr Inndi. Hve mikið það verður, og hvert
endanlegt verð verður til bænda, vérður ekki sagt
um nú.
Óhreysti hefir verið í fénu bæði þessi ár. Fyrra árið
bar víða á ormaveiki. Var þá horfið að því ráði, eftir
að bráðbirgðarannsóknir prófcssors Nielsar Dungals
höfðu leitt í Ijós, hvernig ormarnir yrðu bezt hreins-
aðir úr fénu, að gefa fé inn tetraklóriðkolefni, en það
útvegaði hann og Laugavegsapótek þá. Það kom í ljós
við reynsluna, að það fé, sem liafði fengið inngjöf,
fóðraðist betur en hitt, og þegar sumar lcom, gáfu ærn-
ar betri lömb. í haust, 1934, liefir því fjöldi bænda
fengið „ormameðal“ og alls mun hafa verið selt í
nokkuð yfir 700000 fjár, eða í l'Ieira fé, en til er í land-
inu. Þetta kemur af því, að Dungal ræður mönn-
um til þess að tvígefa sömu kindinni inn, til þess
að vera öruggur um, að fá ormana burt. Munu margir
gera það, en það virtist svo í fyrra vetur, að það væru
hreinar undantekningar, að ein inngjöf kæmi ekki að
gagni. í fyrra var þetta onnalyf gefið í celehylkjum,
sem kindin var látin gleypa. Kindinni var gefið í einu 4
til 5 kylki, og kassi með 1000 kylkjum var seldur á
30 kr. Nú er meðalið sett ofan i kindina úr slöngum.
Það er selt i hálfs og heilslítra dunkum og er jafnt
i litersdunk og áður var í kassa, og dunkurinn seldur
á 7 kr. Ormalyfið er því stórum ódýrara nú, en í
fyrra. En þrátt fyrir það, þarf að reyna að finna leið
til þess, að gera það enn ódýrara.
Eg tel notkun þessa meðals, sem um áratugi hefir
verið notað í Skotlandi, Ástralíu og víðar, vera þýð-
ingarmestu nýjungina, sem orðið hefir í sauðfjárrækt-
inni hér á landi þessi ár.
Töluvert liefir borið á fjárkláða í Rangárvallasýslu
•— (og þar er nú, að tilhlutun rikisstjórnarinnar, reynd
útrýmingarböðun) — Rorgarfjarðar- og Mýrasýslu,
Snæfells- og Hnappadalssýslu, Dalnsýslu og Húna-