Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 76
70
BÚNAÐARRIT
vatnssýslum. Annarsstaðar ber lítið á ldáða og í
Skafafellssýslum hefir hans aldrei orðið vart.
Bæði þessi ár hefir bráðafárs gætt nokkuð að haust-
inu og drepið fé um land allt. Þó hefir skaðinn, sem
það gerir, minnkað stórum hin síðari ár. Kemur þar
tvennt til. Fyrst það, að íslenzka hóluefnið er ör-
uggari vörn en það danska. Notkun þess hefir vaxið
ört, og mundi þó vaxa enn örar, ef það væri ekki selt
töluvert dýrara en það erlenda. Væri þess inikil þörf,
að verð þess lækkaði, svo það yrði notað alstaðar.
Hitt er, að það færist i vöxt, að menn bólusetji ung-
lömbin á vorin. Eyfirðingar byrjuðu á því 1929. Það
sýndi sig strax á fyrsta ári, að lömbin, sem voru bólu-
sett að vorinu, fóru yfirleitt ekki að drepast úr fár-
inu, fyrr en seint á haustinu eða um veturnætur. Þessi
reynsla varð til þess, að fleiri og fleiri, sérstaklega á
stöðum, þar sem pestin var vön að drepa fleira eða
færra fyrir göngur, fóru að bólusetja vorlömbin, og
liafa þar með útrýmt fárinu að mestu, og jafnvel
alveg, bólusetji þeir nægilega snemma að haust-
inu.
Riða- eða Hvanncijrarveild stingur sér niður um
land allt. Enginn þekkir ráð við henni enn, og er hún
sú af sauðfjársjúkdómum, er mcst þörf er á að rann-
saka, næst á eftir ormunum og því, sem að þeim lýt-
ur. Á fáuin stöðum hefir hún þó gert mikinn skaða
]>essi ár, en þó nokkrum, cins og t. d. neðanverðum
Svarfaðardal og víðar.
Bæði þessi ár liefir það komið fyrir á nokkrum bæj-
um, að ií'r láti lömbnm. Hafa sumstaðar flestar ærnar
á bænum látið lömbunum og skaðinn orðið mjög til-
finnanlegur. Líklega er hér oft um smitandi sjúkdóm
að ræða, sem rannsaka þarf, en þó mun ekki vera svo
nlltaf. Það mun víst, að stundum liggur orsökin í með-
ferðinni, og þá oft í snöggum fóðurslciptum, ofkælingu
o. fl. Menn ættu því að hafa fulla aðgæzlu í þessum