Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 186
180
BÚNAÐARRIT
in ganga lengra í sýruáttina og skemmra i hina bas-
isku en þau harðlendu. I þeim deiglendu falla flestar
útkomur á pH 6,4—6,6, en hinum harðlendari á pH
6,5—6,7. Liggur þetta nokkuð í því, að hin fína og
myklna þurrlendisjörð (fokjörð), sem víða þekur
liæðirnar undir þurrlendum túnum, virðist yfirleitt
mælast með hærri pH tölu en jarðvegur, sem að miklu
er myndaður úr hálffúnum jurtaleifum.
Lífrænn jarðvegur, svo sem torfrústir, er víðast dá-
lítið súr, þótt legið liafi öldum saman á vel þurrum
stað. Það rná þó alls ekki skilja þetta þannig, að
það sc rakinn einn, sem ræður, heldur er sýruástandið
einnig komið undir jarðveginum, hvernig hann er
samsettur ög myndaður.
Válllendismóar standa samkvæmt þessu mjög líkt
og þurrlend tún. Þar hafa áhrif sýnishorn, sem tekin
eru úr þurrlendum móum á melum og víðar, sem hafa
samskonar jarðmyndun og sum þurrlend tún. Það
sýnishornið, sem meðal móanna stendur langneðst,
i pH 5,6, er tekið í lyngmóalaut, sem var vaxin kræki-
berja- og hláberjalyngi. ,
Undir flokkinn hallandi mýrar tel ég hálfdeigju-
mýrar og hlíðar með starungi og sumstaðar elftingar-
kendum gróðri, víða eitthvað blandaðan vingli og i'l.
puntgrösum. Þar undir hefi ég einnig talið deiglenda
árbakka og stargresisengi, þótt i'löt séu. Er einlcenni-
legt, hve þessi flokkur stendur hátt. Munar ekki all-
miklu upp og ofan frá deigléndum túnum. Enda eru
inörg þeirra með mýrajarðvegi, framræslu ábótavant
og skainmt liðið frá því hún var gerð. Víða í inýrum
kom svipað lit, hvort sýnishornið var tekið úr keldu-
dragi eða i nánd, þar sem vatn flæddi ekki um. Mér
hefir ekki virst nein algild regla um, að mýrarauða-
lagið væri sérstaklega súrt, vanalega þó lægra en torf-
lagið undir og ofan á. Jörð, þar sem vottað hefir fyr-
ir mýrarauðakirningi, hefir í einstöku sýnishornum