Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 30
24
BÚNAÐARRIT
athuganir á hverahita í Reykja- 1933
hverfi ......................... 150,00
Vegna A.I.V. heyverkunaraðferðar-
innar .......................... 1157,00
Til fyrirhleðslu í Hólmsárós í Ölv-
usi.............................
Vegna engjabóta á Hnappavöllum
í Öræfum .......................
Sama á Fossi á Síðu ..............
Til fyrirhleðslu í Skálmá ........
Samtals 9923,25
1934
800,00
800,00
300,00
1200,00
3100,00
Sumar þessar styrkveitingar, allar þær stærstu
(nema til Skálmár) eru greiddar samkvæmt ákvörð-
un Búnaðarþings, svo að ekki þarf að gera sérstaklega
grein fyrir þeim hér, en styrkveitinganna síðara árið
mun jarðabótaráðunauturinn sennilega geta í skýrslu
sinni.
Árangur af tilraunum Esphólíns, með skyrið, hefir
enn sem komið er ekki orðið annar en sá, að sýnt er,
að skyrið þolir frystinguna og getur geymzt þannig
óskemmt i langan tíma, og eftir því, sem Esphólín
segir í fjölritaðri skýrslu um för sína í fyrra til mark-
aðsleitar fyrir hraðfrystar vörur víðsvegar um Evrópu,
hefir frysta skyrið fallið vel í smekk manna og hann
telur auðvelt að vinna því góðan markað, ef skyrið
er vel tilbúið, en þar telur hann mikla misbresti á,
einkanlega að gæðin séu misjöfn, svo að ómögulegt
sé að fá „Standard“-vöru. Sé þetta rétt, þá væri mikil
ástæða til að taka skyrgerðina til rækilegrar rann-
sóknar á rannsóknarstofu atvinnuveganna eða á
mjólkurbúunum.
Auk stofnstyrksins til kennslubúsins á Hriflu, fékk
það síðara árið styrk fyrir 2 árslærlinga, er þar voru,
300 kr. fyrir hvorn, eins og Búnaðarþing ætlaðist til,
og ennfremur fengu 2 piltar, er stunduðu þar verklegt