Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 146
140
B Ú N A Ð A R li I T
hesturn og geldneytuni. Á þessum árum voru gripir
þar flestir um 90. Með þessu gripahaldi fékkst all-
mikið af búpeningsáburði, sem nauðsynlegur var til
nýræktar. Þegar búið var að brjóta og koina í rækt
allmiklu af landi, var t'yrst tryggt að hafa þar mjólk-
urkýr með góðurn árangri, þær búskaparbreytingar
lágu fyrir, þegar sandgræðslan hætti við að hafa bú í
Gunnarsholti.
Búnaðarsamband Suðurlands var á þessum árum að
leita fyrir sér eftir jarðnæði, til þess að reka bú á. Það
átti að vera bændum til leiðbeiningar, og þar átti að
vinna vcl að jarðrækt og gera ýmsar tilraunir, sem af
mætli læra. Veturinn 1932—33 átti formaður Búnaðar-
sambands Suðurlands oft tal um það við forráðamenn
sandgræðslunnar og hlutaðeigandi ráðherra, að fá þess-
ar jarðir sandgræðslunnar leigðar, að svo miklu leyti,
sem það væri bagalaust fyrir stacfsemi sandgræðsl-
unnar, og varð það að samningum að lokum. 12 apríl
1933 fór ég með búnaðarmálastjóra, Sigurði Sigurðs-
syni, austur að Gunnarsholti, og áttum við fund þar
næsta dag með Búnaðarsambandsstjórninni, og sömd-
um drög til samninga um kaup á búi sandgræðslunnar
og leigu á jörðunum.
2. maí s. á. var aðalfundur Búnaðarsambands Suð-
urlands haldinn að Þjórsártúni, og mættum við Sig-
urður búnaðarmálastjóri þar á fundinum, þar var sam-
þykkt að sambandið stofnaði til bús í Gunnarsholti.
12. maí voru jarðirnar teknar lit, og Búnaðarsam-
bandi Suðurlands afhent bú sandgræðslunnar fyrir
10000 kr. Síðan hefir það starfrækt jarðirnar og rekið
þar bú.
14.maí 1933 vorum við Sigurður búnaðarmálastjóri
á fundi hreppsnefndarinnar i Landmannahreppi, sem
haldinn var í Skarði. Eftirfarandi fundargerð lét
breppsnefndin bóka og samþykkja:
„Þetta var tekið fyrir.“