Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 136
130
B Ú N A í) A R R I T
Búnaðarfélagsins eru nxi flestar þær þækur, sem úl
hafa komið á íslenzku fyrr og síðar og búnað varða.
Svo og allt hið merkasta, sem út hefir komið um bún-
aðarmál á Norðurlandamálunum og þýzku. Nokkrar
enskar bækur eru þar einnig. I bókasafninu er fólg—
inn mikill fróðleikur, sem starfmenn félagsins, og,
aðrir, gætu hagnýtt sér.
Breyting'ar búnaðarhátta.
Á þessu ári læt ég af starfi sem búnaðarmálastjóri.
Það eru nú 38 ár síðan ég fór xir föðurhúsum í þeim
tilgangi að afla mér þekkingar á búnaði. Þetta hafa
vei’ið óslitin starfsár, fjögur sem námsár i útlöndum^
hin við störf í þágu almennings, fyrst sem kláðalæknir
og trjáræktarmaður, þá skólastjóri (19 ár), fram-
kvæmdastjóri, tilraunastjóri, ráðunautur, forseti Bún-
aðarfélags íslands og búnaðarmálastjóri. Störfin hafar
verið margþætt og breytileg. Því eigi auðið að leggja
neina sérstaka stund á neitt sérstakt.
Ég hefi átt að vera leiðbeinandi og kennari nem-
enda minna (Hólaskóla sóttu í minni tíð 348 nemendr
ur) og bænda víðsvegar um land. Hvernig það hefir
tekizt er eigi nxitt að dæma um. En þessi störf hafa
verið mér ánægjuleg, enda hefi ég alstaðar notið hinn-
ar mestu velvildar. Ég hefi nú haft tækifæri til að sjái
allar sveitir lands vors. Sú kynning hefir aukið trú
inína á landinu og hinum undra miklu möguleikunr,
sem það hefir að geyma til ræktunar og umbóta, og'
sem á komandi öldum mun reynast þjóð vorri happa-
drýgsti arfur, ef rétt er á haldið.
Á þessari öld hefir búnaður vor tekið allmiklum
breytingum, þótt framfarirnar hafi verið smástígar.
En sé gerður samanburður á búnaðarástæðum vor-
um og nágrannaþjóðanna, senx þær voru um siðast-
liðin aldamót og sem þær eru nú, þá er enginn vafi á,
að vér nú stöndum hlutfallslega betur að vígi gagn-