Búnaðarrit - 01.01.1935, Page 118
112
BÚNAÐARRIT
um stöðum. Höfðu stjórnarráðinu borizt umkvartanir
yfir því, að vafi gæti leikið á um, að löglega væri lagt,
eftir hinum nýju laxveiðilögum. Var ég í þessu ferða-
Iagi til 1. ágúst.
í sept. fór ég í ferðalag um Norður-Þingeyjarsýslu
og var i því ferðalagi frá 6. lil 21. sept. Eftir ósk og
áskorun forvígismanna um stofnun fiskiræktar- og
veiðifélags við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, fór ég
austur þangað 5. okt. Var nú viðhorfið breytt frá því,
sem áður var, þar sem Eyfirðingar voru komnir í
samning um byggingu stórrar klakstöðvar, til að
tryggja sér laxaseiði í framtíðinni.
í þessari ferð fór ég upp að Mývatni og dvaldi þar
vikutíma. Þar var þá við vatnalífsrannsóknir þýzkur
náttúrufræðingur. Hafði ég mikið gagn af þessari dvöl
við Mývatn, bæði af að tala við marga af helztu veiði-
mönnunum þar, svo og að kynnast rannsóknum þessa
þýzka vatnalífsfræðings. Munu rannsóknir hans hafa
])ýðingu fyrir ræktun vatnsins í framtíðinni.
Heim kom ég 24. okt. og hefi ég þá verið rúma 100
<laga á ferðalögum þetta ár.
lí)34.
Það fyrsta, sem ég fór á þessu ári, var að klakstöð-
inni við Höfðavatn. Hafði komið þar dálítið ólag á
vatnsrennslið, en sem reyndist mjög auðvclt að laga.
18. marz fór ég til Reykajvíkur, til að gera áætlun
um starfið með veiðamálanefnd, svo og til að undir-
búa nýtt form fyrir veiðiskýrslur, sem í ráði var að
prenta.
Aðalferðalag mitt í sumar var um Vestfirði og
Strandasýslu. Hafði Búnaðarsamband Vestfjarða ósk-
að eftir því, að ég gæti ferðast þar um. Var ég í því
ferðalagi nær mánaðartíina.
Um mánaðamótin, ágúst og sept., sltrapp ég til
Reykjavíkur til að tala við skipulagsnefnd atvinnu-