Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 34
28
BÚNAÐARRIT
verða önnur hér en erlendis. Þar falla ekki nema blöð-
in af kartöflugrösunum vegna myglunnar, en stöngl-
arnir standa grænir eftir; en hér falla stönglarnir af
gömlu afbrigðunum líka, m. ö. o. öll jurtin deyr.
Þessi gömlu, óhraustu afbrigði verða að leggjast
niður. Verði það ekki gert, þá mun myglan á ný fá
yfirhöndina og valda tjóni, en hvort það verður lítið
eða stórkostlegt, er mest undir tíðarfarinu komið.
En kartöfluræktin er svo þýðingarmikil fjárhags-
lega og fyrir vellíðan iolksins, vegna þess, hve holl-
ar og næringarríkar kartöflurnar eru, að henni má
ekki stefna í voða, með því að leggja stund á ræktun
gamalla, óhraustra og seinræktaðra afbrigða, þegar
nóg er til af betri.
Hei'i ég reynt að koma íolki i skilning um þetta
atriði í þeim fræðandi erindum, sem ég hefi flutt, bæði
i útvarpið og á fundum.
Ekki hefir verið unnt að fá áreiðanlegar heildar-
skýrslur um þann skaða, sem kartöflumyglan olli
þetta ár, en um citt sjávarþorp sunnanlands er það
vitað, að hinn beini skaði af völdum myglunnar var
talinn 35—40 þúsund kr. Og er þó ekki meðtalið í
þeirri upphæð verð þess útsæðis, sem sett var nið-
ur, eða áburðarins, eða sii vinna, sein í var lögð, frá
vori lil hausts.
En í þessu sama þorpi fengu nokkrir menn, sem
höfðu hin nýju hraustu afhrigði, fullkomna uppskeru,
þó að gömlu afbrigðin gerféllu í görðum allt í kring-
um þá.
Af þessum tölum, sem hér voru nefndar, geta menn
í öðrum landsfjórðungum gert sér i hugarlund, hví-
likur vágestur kartöflumyglan er. — En ef til vill er
það af veðurfarslegum ástæðum, að þessi kartöflu-
sjúkdómur ekki hefir borizt til annara landsfjórð-
unga. Það var árið 189(5, síðsumars, að dr. Bjarni
Sæmundsson sá svepp þennan í fyrsta sinn á landi liér,