Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 213
BÚNAÐARRIT
207
þakka, að gróður.þessi var fyrir, þótt lítið bœri á, en
það, að sýrustig mýranna sé á viðunandi stigi má,
álíta, að greiði fyrir þroska valllendisins um leið og
bætt er úr ofvætunni, sem áður hefir haldið því niðri.
C. Hversu furðanlega það hefir tekizt hér á landi
að fá nokkurnvegin uppskeru af nýbrotnu mýrlendi,
jafnvel þótt framræslu og vinnslu hafi verið ábóta-
vant, án þess að í það hafi verið borin jarðbætandi
efni, önnur en áburður.
3. Að i sambandi við framangreinda ályktun, um
hagstætt sýrufar í íslenzkum jarðvegi er þó þess að
gæta, að hún er gerð í samræmi við álit og niður-
stöður fengnar við erlendan jarðveg og erlenda stað-
hætti. Nú hefir ísland sín séreinkenni um jarðmynd-
un, jarðveg og gróðrarfar, sein ef til vill krefst að ein-
hverju, annars mats á þessu en erlendis. Til þess því
að sem nothæfust niðurstaða fáist, þurfa þessar nið-
urstöður um beinar sýrumælingar að sannprófast við
okkar staðhætti. Það verður að gerast með tilraunum,
þar sem sýrufari tilraunajarðvegsins er breytt á mis-
munandi hátt og svo borinn saman árangurinn. Til
þess mun að mestu verða að nota kalkblöndun. Á
grundvelli þessara tilrauna, þarf að fást nánara is-
lenzkt mat á gildi pH talnanna fyrir okkar jarðrækt,
svo að vér með meira öryggi getum notað þessar mæl-
ingar, til þess að skera úr um þörf ákveðins jarðvegs.
til sýrufarsbreytinga, og sömuleiðis um það, hvernig
slikar aðgerðir myndu svara kostnaði.
4. Að athuganir þær, sem ég hefi gert i sambandi
við sýrumælingarnar, benda eindregið í þá átt, að það
muni vera bergtegundum okkar að þakka, auðleysan-
leik þeirra og innihaldi af basiskum efnum, að is-
lenzkur jarðvegur reynist minna súr, en ástæða væri
til að ætla. Hvort þetta að einhverju leyli kann að
standa í sambandi við járn og aluminíum, eða það
eingöngu orsakast af áhrifum sterkari basamagna