Búnaðarrit - 01.01.1935, Blaðsíða 69
BÚNAÐARRIT
63
rsekta korn til þessara þarfa, leicSii' hitt nokkuð af
sjálfu sér, að auka ræktunina og setja markið hærra,
fá sér nýtizku tæki og fullkomna kornframleiðsluna,
gera hana að veigamikilli framleiðsugrein, sem út-
rýmir erlenda haframjölinu og fóðurmjöli úr land-
inu. Það væri mjög hyggilegt, að tengja kornrækt við
aðra ræktun, eins og kartöflurækt og túnrækt. Ég er
sannfærður um, að það myndi verða til hins mesta
gagns isl. jarðrækt.
Sáðskiptið væri hægt að hafa eitthvað svipað
þessu:
1. bygg á nýbrotnu landi,
2. hafrar eftir eins árs forræktun ineð hyggi,
3. kartöflur eftir tveggja ára forræktun með hyggi
og liöfrum,
4. sáðslétta með þriggja ára forræktun.
Til þess að hafa þannig fjölræktaðan akur, þyrftu
ræktunarspildurnar að vera 5, ár hvert. Árlega þyrfti
að bæta einni spildu við fyrir þá, sem gerð er að túni.
Byggið er, eins og hér sést, alltaf haft á nýbyltu landi.
Við kornyrkjuna væri notaður tilbúinn áburður, en
húfjáráburður við kartöfluræktina og túnræktina. Það,
sem vinnst við það, að koma ræktuninni þannig fyrir,
er aukin framleiðsla, hygg og hafrakorn. Kartöflurækt-
in liöfð í þeim jarðvegi, sem væntanlega er lítið um
illgresi, og verður hér mikill sparnaður i vinnu, sam-
anborið við að rækta í gömlu þrautpýndu görðunum.
Oll hirðing og upptekning verður hér auðveld, sam-
anborið við það, að rækta í smáum, jafnvel illa löguð-
um kálgörðum, en af þessu skipulagi leiðir ódýrari og
hetri kartöflurækt. Eftir tveggja ára lcornrækt og eins
árs kartöflurækt í sama landi, fengist gott sáðbeð
fjórða árið fyrir grasfræið. Slík túnrækt myndi verða
betri en sú, sem nú er almenn.
Eg ræði svo ekki frekar um þetta skipulagsatriði
islenzkrar jarðræktar, en vona fyllilega, að staðreynd-