Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 10
BÚNAÐARR I T
Theodór Arnbjörnsson var fyrir margra hluta sakir
ólíkur ölluin þorra manna. Hann hafði andlega og lík-
amlega atgjörvi í svo ríkulegum mæli að engum gat
dulist, sem kynni höfðu af honum. En þetta út af fyrir
sig er ekki ákaflega fágætt. Sálargáfur hans voru þó
með nokkuð óvenjulegum hætti. Næmið var í allra-
bezta lagi, minnið með afbrigðum trútt á það, sem til
fróðleiks telst, en miklu lakara á hitt, sem muna þurfti
vegna hversdagslífsins, svo að í þeim efnum var það
víst ekki meira en i meðallagi. Athyglisgáfan var ákal'-
lega sltörp, alhliða og vakandi, og dómgreindin á mörg-
um sviðum alveg óvenjuleg. Mannþekkjara er mér nær
að halda að ég hafi engan þekkt honum líkan. En þó
að þessir kostir séu í sjálfum sér góðir, gat þó maður
með þeim öllum verið stórgallaður. Því fór fjarri, að
svo væri um Theodór. Hann var einmitt óvenjulega
heill maður, eins og svo vel og réttilega er telcið fram
í æviminningunni í Frey. Hann var svo mikill skap-
festumaður (karaktermaður) að ég hefi fáum lcynnzt
slíkum. Ég er sannfærður um, að hvorki í smáu né
stóru gat hann gert eða sagt annað en það, sem hann
hugði rétt vera. Hann var strangur við sjálfan sig, en
hann gerði líka strangar kröfur til annarra um mann-
dóm og heiðarleik. Hver sem manninn sá, gat sagt sér
það sjálfur, að hann myndi eigi skaplítill, enda ekki
undrunarefni þótt sá maður kunni að vera ekki skap-
laus, sem kominn er af Vídalíns- og Thorarensens-
ættunum báðum. En það ætla ég fárra geðríkra manna
að hafa svo algert taumhald á skapi sínu sem Theodór
haf’ði, hvernig sem á stóð. Hitt sáu menn ekki, og það
mun ókunnuga síður hafa grunað, að þessi stórbrotni
og heldur hrjúfi og hrikalegi maður átti svo viðkvæmt
og hlvtt hjarta, að hann fann til með öllu því, sem
við kvöl eða erfiðleika átti að stríða, jafnt hvort sem
voru menn eða málleysingjar. Allir smælingjar og
allir krossberar áttu visa samúð þar sem Theodór var.