Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 11
BÚNAÐARRIT
7
<)g það var ekki samúö táplausa rolumennisins, sem
lætur hana í ljósi með víli og voli, heldur hins dáð-
ríka og fórnfúsa manns, sem ekki hikar við að taka á
sig byrði hins hina og gerast talsmaður hins varnar-
lausa. Ef ég hefi nokkurn tíina þekkt drengskapar-
mann - - - og svo er fyrir að þakka, að ég hefi þekkt þá
marga —■ þá var það Theodór Arnbjörnsson. Það vissu
áreiðanlega ekki aðrir en kona hans — ætíð samhent
honum — og sá, sem allt veit, hvað Theodór lagði á
sig annarra vegna, oft og einalt þar sem hversdags-
maður myndi enga ástæðu hafa séð til þess að láta
málefni til sín taka. Þetta gæti ég rökstutt ineð dæmum,
sem ýmsum myndi ótrúleg þykja; til þess var ég nægi- •
lega kunnugur högum hans og athöfnum. Af eigin
reynd get ég um það borið, að Ingjaldur var enn sá
sami og þegar hann barg Gísla.
Það segir sig sjálft um mann eins og Theodór Arn-
hjörnsson, sem allt hafði í senn til að bera, vitsmunina,
skörungsskapinn, einlægnina og hjálpfýsina, að ekki
myndi ónýtt að sækja hann að ráðum. „Ráðhollur og
ráðadrjúgur reyndist ávallt hverjum einum“, myndi
'Grfmur hafa viljað um hann segja. Hann var lrábær
ráðunautur, og sparaði þá aldrei sjálfan sig, leysti enda
hvers inanns vandræði, sem til lians sótti. Við fráfall
hans munu, ýmsir hafa mátt segja, að þar félli megin-
stoð þeirra í mannheimi. Og það ætla ég víst, að þá
stoðina hafi sumir illa mátt inissa.
„En af þessu er kærleikurinn mestur," segir postul-
inn að niðurlagi lofsöngsins ódauðlega. Ef það er rétt,
þá var ekki lítils vert um Theodór Arnbjörnsson. Hann
átti gnótt mannkærleika.
Eitt af því, sem Theodór lagði ríkasta áherzlu á í
lífi sinu var glaðværðin. Hann var ávalll glaðvæi',
hvernig sem á stóð, og svo var heimili lians. Þar var
gott að lcoma, því að þar var ætíð hlýtt og bjart. Og
þess má geta, að þegar sorgin mikla með sínu þunga