Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 13
B U N A Ð A R R I T
9
enda þótt það gangi ýmsum furðu erfiðlega að
skilja.
Theodór hafði ákaflega ríka og alhliða listhneigð,
og af leikmanni hygg ég að hann hafi haft óvenju
djúpan skilning á list. Hann hafði mikið yndi af mynd-
list af hverri tegund sem var, og sömuleiðis sönglist.
Sjálfur var hann líka talinn góður söngmaður og lék
vel á harmóníum. Ljóðelskur var hann einnig, og
kunni ógrynni ljóða, ef til vill meginið af kveðskap
sumra þeirra skálda, er hann mat inest, eins og Einars
Benediktssonar.
Því miður liggur minna ei'tir Theodór af ritverkum
en við myndum vilja óska, svo snjall höfundur sem
hann var. En annir leifðu honum lítinn tíma til þeirra
verka. Líklegt er að höfuðrit hans, Hestnr (1931),
verði klassiskt í bókmenntum okkar. Bæði stíll og mál
eru í bezta lagi, og auk fróðleiksins er bókin þrungin
af mannviti, sumir kaflar liennar, einkum fyrir hina
sérstöku og samúðarríku innsýn höfundarins í sálar-
líf dýranna. Er þar eins og viða annarstaðar að l'inna
bendingar um það, að Theodór myndi hafa orðið af-
burða-sálfræðingur ef hann hefði menntast í þeirri
grein. Önnur bók hans er Járningar, sem kom út ekki
löngu áður en liann lézt. Sagnir af Vatnsnesi, sem
birtust í Lesbák Morgnnblaðsins á jólaföstu 1934,
vöktu athygli fyrir tvennt: fróðleikinn og frásagnar-
iistina. Voru þær þó ritaðar í flýti í mjög naumum
tómstundum. Síðar dró hann saman mikið efni til
aukningar þeim og myndi úr því hafa orðið hók ef
honum hefði enzt aldur til. Aðrar ritgerðir eftir hann
er einkum að finna í ritum Búnaðarfélagsins, og
nokkrar greinir á hann á víð og dreif í blaðinu
Framsókn. Óprentuð eru til eftir hann drög að ýmsu,
en ekkert fullbúið, nema ef vera skyldu nokkrir sagna-
þættir.
Theodór Arnbjörnsson hafði 'verið tæp tuttugu ár