Búnaðarrit - 01.01.1939, Side 15
B U N A Ð A R K I T
11
björnssyni eins og ég þekkti hann, og ég hefi þegar
getið þess, hve lengi það var. Vitaskuld þarf ekki að
el’a það, að hann hal'i þessi síðustu æviár sín verið
þroskaðri á marga lund heldur en meðan hann var
3'ngri og þó fulltíða, því að menn með hans upplagi
eru sífellt að vaxa. „Drengir heita vaskir menn ok
batnandi,“ segir Snorri. Og svo á ég lílca eftir að minn-
ast á eitt í því sambandi, og það er lijúskapur hans.
Hann var kvæntur Ingibjörgu Jakobsdóttur frá Illuga-
stöðum, óvenjulega ágætri ltonu, eins og hún hefir
ætterni til. Samlíf þeirra var með þeirri eindrægni
og svo gagnkvæmri umhyggjusemi að telja mátti sanna
fyrirmynd, og engum efa er það undirorpið, að fyrir
áhrif konu sinnar varð Theodór bæði meiri og þó
einkum betri maður en líklegt er að hann hefði orðið
án liennar. Þetta er sá sannleikur, sem ég veit að Theo-
dór myndi sízt af öllu vilja að ég léti liggja í láginni
þegar ég segi deili á honum sjálfum, og í þessu efni
vildi ég sízt bregðast honum.
Fyrir stöðu sína og þau ferðalög, sem henni
fylgdu, kynntist Theodór geysilegum fjölda manna
um allt land, og alstaðar ávann hann sér traust og
A'ináttu, enda var það sveitafólkið, sem umfram allt
átti samúð hans. Fregnin um lát hans kom eins og
reiðarslag yfir þjóðina — enda þótt hann hefði sjálfur
vitað um hríð, að endalokin gátu vart verið langt
undan. Kvöldið það, sem útvarpið flutti dánarfregn-
ina, mun margur hafa gengið hryggur til hvilu. Flest-
um er okkur það sameiginlegt mannanna börnum að
vilja ógjarna sjá aðra gráta. En ekkert fannst mér
hryggilegt við það, er ég sá bezta mann íslands gráta
eins og barn yfir láti Theodórs Arnbjörnssonar; því
að ekki mundi sá maður, sem sjálfur hefir svo margan
hreldan huggað, syrgja eins og þeir, sem enga von
hafa. Það er bezta eftirmælið, sem Jónatan gat fengið,
að Davíð konungur grætur hann. Sn. J.