Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 59
BUNAÐARRIT
oo
Aðalhluti Mýranna eru Álftaneshreppur og Hraun-
hreppur (rúml. 60 jarðir). Er flatarmál þessara
hreppa um 40 þús. ha., svo augljóst er, að þarna er
fremur strjálbýlt. — Landshœttir eru þeir, að holt eða
klettaborgir og mýrasund skiptast á. Klettaborgirnar
■eru ýmist þvinær berar eða þær klæðast lyng- og skóg'-
-arkjarri, en mýrasundin eru hulin brokgróðri —
því nær eingöngu — og því er jarðvegurinn svo fúinn
að óvíða er fært með hesta, og sumstaðar finnast þau
fúafen, sem mönnum eru ófær. Eru þarna víða hinar
mestu hættur, bæði fyrir sauðfé og hross, enda gjalda
Mýramenn stundum drjúg afhroð í þessi fen. Sum-
staðar getur naumast talist fært með hesta bæja á
milli, þegar jörð er ófrosin. Á þeim stöðum er treyst
-á sjóleiðina, til aðdrátta allri þungavöru. Akfærir
vegir eru fáir, þegar undan er skilinn þjóðvegurinn
frá Rorgarnesi til Stykkishólms.
Tilgangurinn með mælingunum er sá, að fá upp-
<Irætti með hallamæliugum af landi þessu, þannig
að gera megi áætlanir um heiídar framræslu. Liggur
-einkum fyrir að fá aðalframræsluæðar á hentugum
stöðum, að ná megi vatni úr stöðuvötnum og fenjum,
svo hættum verði útrýmt, en landið verði nothæft
hæði til beitar og slægna, og að ræktun verði viðkomið.
Auk þessara aðalmælinga, hefi ég framkvæmt ýms-
ar smærri mælingar, s. s. fyrir skurðum og flóðgörð-
um — einkum í Sal’amýri, en þar hefi ég og haft eftir-
lit með hinum verklegu framkvæmdum, eins og að
undanförnu. Ennfremur hafði ég hal't eftirlit með
framkvæmdum í Síbiríu.
3. Vinna á teiknistofu. Gerðir uppdrættir eftir mæl-
ingum frá sumrinu, unnið að áætlunum, svarað fyrir-
spurnum og veittar leiðheiningar bæði munnlega og
skriflega.