Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 60
5(5
B Ú N A Ð A R R I T
Árið 1938.
1. LandmæUngar. Mæld sandgræðslusvæði Hóls-
bæja í Vestur-Landeyjum, Reynifelli í Hvolhreppi, við-
bótarsandgræðslu í Gunnarsholti, sandgræðslu á Galta-
læk, Mörk, Klofa og Stóru-Völlum í Landsveit og
sandgræðslu í Kaldárholti og Akbraut í Holtum. Mæhl-
ur Garður á Reyltjanesi (30 býli). Er sú mæling gerð
með það fyrir augum að skipta landinu — einkum
því ræktunarhæfa —• á milli jarðanna, en til þessa
hefur landið verið að mestu óskipt, nema tún og mat-
jurtagarðar.
Meðfram Hvítá í Borgarfirði mældi eg nokkur
engjalönd, s. s. Ferjubakkaflóa (engjar Ferjubakka,
Ferjukots og Eskiholts) og engjar Bóndhóls, Brenni-
staða, Beigalda, Ölvaldsstaða ásamt slægjuítökum
fleiri jarða.
Hér er aðstaðan þannig, að þegar háflæði er í Hvítá
fellur hún yfir þessi engjalönd. Veldur það almenn-
um töfum við heyskapinn og stundum stórtjóni. —
Nú liggur fyrir að athuga, hvað kosta muni að gera
l'lóðvarnargarða með ánni, ásamt tilheyrandi útbún-
aði, svo og nauðsynlegum þurrkskurðum og' öðru
sem með þarf, svo tryggja megi hindrunarlítinn hey-
skap á þessum grasgefnu engjalöndum.
Þá dvaldi eg um (5 vikur við framhaldsmælingar á
Mýrum við Borgarfjörð. (Sjá mælingar 1937). Enn-
fremur mældi ég landspildu í Reykjakoti í Ölfusi
og nýbýlið Nes við Ytri Rangá.
2. Aðrar mælingar: Á 9 bæjum í Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu mældi ég fyrir skurðum vegna nýyrkju,
en sumstaðar og íyrir flóðgörðum til áveitu. í Safa-
mýri mældi ég fyrir um 20 km af flóðgörðum. — I
landi Stóra Hrauns mældi ég fyrir 4 km af þurrk-
skurðum, til túnræktar, sem fyrirhugað er að láta
fangana á Vinnuhælinu grafa: — í engjalandi Eyr-