Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 70
BÚNAÐARRIT
(><)
Hrossaræktarráðunauturinn.
Þann 5. jan. s. 1. andaðist Theódór Arnbjörnsson,
frá Ósi. Hann hafði ekki gert skýrslu um störf sín
tvö síðustu árin, áður en hann iézt. Ég undirritaður
hefi þess vegna tekið saman ei'tir bókum hans, helztu
störf hans þetta tímabil, varðandi hrossaræktina og
fóðurbirgðafélögin. Vitanlega er þessi skýrsla mín
miklu ónákvæmari og ver framsett, en ef Theódór
liefði sjálfur gengið frá henni. En ég tel þó réttara a5
birta þessi drög að skýrslu um störf hans heldur en
hafa algerða eyðu í starfsmannaskýrslu félagsins, um
þessi efni. Það, sem kann að vera missagt, er að sjálf-
sögðu þann, er þetta ritar, um að saka.
Arið 1937.
Theódór vann þetta ár, eins og áður í þágu hrossa-
ræktarinnar og fóðurbirgðafélaganna. Auk þess gegndi
liann féhirðisstörfum eins og fram er tekið annars-
staðar í þessum skýrslum. Hrossasýningar voru haldn-
ar í Múlasýslum, Skaftafellssýslum, Rangárvallasýslu
og Árnessýslu. Alls voru haldnar 11 héraðssýningar og
5 afkvæmasýningar. Sýningarnar voru yfirleitt vel
sóttar, samkvæmt því sem Theódór tjáði mér, og gáfu
nokkurnveginn gott yfiriit um hrossastofn þessara
héraða. En að öðru leyti hrestur þann, sem ritar,
kunnugleika til þess að sltýra nánar frá sýningunum.
Á þessu ári — fardagaárin 1936—1937 — skiluðu
41 hrossaræktarfélög skýrslu um starfsemi sína og
hlutu því styrk. Skýrslur munu hafa vantað frá nokkr-
um félögum, sem vafamál mun þá vera, hvorl hægt
sé að telja starfandi.