Búnaðarrit - 01.01.1939, Side 74
70
BUNAÐARRIT
var héraðssýning. og er skýrt frá henni í Búnaðarriti
fyrra árs.
Á mjólkurbúin kom 1937 um 15,5 miljónir lítrar af
mjólk lil vinnslu og sölu, en 1938 16,8. Enn er mjólk-
in sem flutt er til samsölunnar beint, ekki greidd eftir
fitumagni, en á mjólkurbúunum öllum er það gert.
Mjólkurverðið til hænda hefir þessi ár verið svipað,
og frá 15 til 26 aurar.
Um starf nautgriparæktarfélaganna verður vélrit-
uð skýrsla. Auk þess sem þar er sagt, er þess að geta,
að meira er nú vandað ti 1 nautahaldsins í félögunum
en áður var, og óðum fjölgar þeim nautum sem í l'é-
lögunum eru notuð, sem vel ejm ættuð, og líkur eru
til að gefi góð afkvæmi.
Bæði þessi ár, hefi ég auk þess að flytja erindi á
sýningunum, flutt erindi á námskeiðum og bænda-
fundum og þá aðallega um nautgriparækt og sauðfjár-
rækt, og eru það samtals um 50 erindi hæði árin.
Þá hefi ég flutt erindi i útvarpið þegar þess hel'ir
verið óskað, og starfað í nefnd þeirri er séð hefir um
fluttning þeirra erinda, er þar hafa verið flutt af hálfu
Búnaðarfélagsins.
Ritað hefi ég nokkrar greinar í l)löð og tímarit um
búfræðileg málefni.
Bréf hefi ég ritað rnörg, en þó hefir þeim fækkað
síðan kreppulánahríðin er liðin hjá.
í Ríkisskattanefnd hefi ég verið bæði árin, og skip-
aður í hana sem sá maðurinn, sem vera á kunnugur
búnaðarháttum og bændum.
Á Alþingi hefi ég setið, og auk þess unnið nokkuð
jið undirbúningi mála er fyrir Alþingi hafa verið lögð.
1938 var ég skipaður i landsyfirfasteignamatsnefnd,
og hcfi starfað í henni, að því að koma fasteigna-
matinu, sem nú er að hefast al' stað og finna ramma
sem héraðsnefndirnar starfi eftir.
Loks heí'i ég þessi ár verið formaður kjötverðlags-