Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 75
B Ú N A Ð A R R I T
71
nefndar, en hún hefir síðan hún varð fyrst til 1934,
safnað skýrslum um slátrun sauðfjár. Liggja nú fyrir
skýrslur um fjölda sláturfjár og þunga. Árið 1937
var slátrað fullum 398 þús. dilkum, en 1938 ekki nema
353 þús. og má telja það um meðalslátrun.
1937 varð meðaldilkurinn 13,14 kg. að þyngd, en
1938 var hann 14,27 kg.
Meðalverð á fyrsta ílokks dilkakjöti til bænda varð
193(1 90 aurar pr. kg., en 1937 91,5. Gæruverðið til
bænda varð kr. 1,55 árið 1936, 1,65 1937, hvoru-
tveggja talið í kg. Endanlegt verð á sláturafurðum
1938 liggur ekki fyrir enn.
Eftir þessu, svo og því sem ég sagði um þetta í síð-
ustu skýrslu minni, má finna, að meðaldilkurinn hef-
tr hvað gæru og kjöt snertir lagt sig á ári hverju
þessi ár, sem hér segir:
-Árið 1933 (meðalj)ungi reiknaður saini og 1934) .. kr. 11,23
— 1934 (meðal]>ungi 12,46 kg.) .................. — 12,50
— 1935 (meðallmngi 12,94 kg.) .................. — 14,03
— 1936 (meðallmngi 13,46 kg.) .................. — 16,29
— 1937 (meðalj)ungi 13,44 kg.) .................. — 16,76
— 1938 (meðal]>ungi 14,27 kg. verð áætlað) .... — 16,70
Eg mun í Búnaðarritinu í ár rita grein um slátrun-
ina þessi 5 ár og þar sýna sláturfjárfjöldann á hverj-
um sláturstað og hver varð meðal skrokkþungi. Jafn-
framt mun ég þar reyna að draga ályktanir af því,
«g benda á af hverju mismunur á meðaltölunum stafi.
En eins og sést á landsmeðaltalinu hér að ofan, og
■dilkverðinu innmatlausu, þá hefir það hækkað úr kg.
12,46 í kg. 14,27, og verðið úr kr. 11,23 í kr. 16,76. Sá
kjötauki sem þyngdarauki dilkanna gefur haustið
1938, fram yfir það sem hann var á sama dilkafjölda
1934, cr bændum meir en hálfrar milljón króna virði,
•og því skiptir ákaflega miklu máli að reyna að gera
sér Ijóst af hverju hann stafar, og hvort von sé um