Búnaðarrit - 01.01.1939, Síða 82
78
BÚNAÐARRIT
Fyrri hluta ársins 1988, eða fram til júlíloka, dvaldi
ég erlendis við að ljúka framhaldsnámi mínu. Gunn-
ar Árnason annaðist að nokkru leyti mín störf hjá
Eúnaðarfélagi íslands í fjarveru minni. Hann veitti
t. d. móttöku öllum bréfum til sauðfjárrælctarráðu-
nauts, og sendi mér þau, sem ég þurfti sjálfur að svara.
Síðasta mánuðinn, sem ég dvaldi erlendis, notaði
ég til þess að ferðast milli ýmsra tilraunastöðva i
j)águ landbúnaðarins bæði í Bretlandi, Danmörku,
Sviþjóð og Noregi. Auk þess mætti ég á landbúnaðar-
sýningunni í Kaupmannahöfn, sem haldin var dag-
ana 17.—2(5. júni og á Búnaðarþingi Norðurlanda í
Uppsölum 4. -7. júlí s. 1.
Eftir að ég kom heim vann ég á skrifstofu minni í
Búnaðarfélaginu, þar lil ég lagði af stað í hrútasýn-
ingarnar um miðjan sept.
Hrútasýningar átti að halda að þessu sinni í Eyja-
fjarðar-, Skagafjarðar-, Húnavatns-, Borgarfjarðar- og
Mýrasýslu. Þátttaka var góð einkum á því svæði
sem mæðiveiltin hai'ði ekki geysað á.
Sýningar voru haldnar í öllum hreppum Eyja-
fjarðar-, Skagafjarðar- og Austur-Hiinavatnssýslu nema
í Grimseyjar-, Skefilsstaða-, Skarðs-, Staðar-, Sauðár-
króks- og Blönduóshreppi. Vestur-Húnvetningar ósk-
uðu ekki eftir sýningum. í Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslum voru sýningarnar haldnar í Norðurárdals-,
Stafholtstungna-, Reykholtsdals-, Lundareykjadals-,
Skorradals- og Andakílshreppum.
Flestar sýningarnar voru sæmilega sóttar og sum-
ar ágætlega, einkum austan Blöndu.
Alls voru sýndir 1330 hrútar þar af hlutu 150
fyrstu verðlaun.
f Eyjafjarðarsýslu ..... 422 hrútar þar af 4(i I. verðlaun
í Skagaf jarðarsýslu 460 — 55 I. —
í A.-Húnavatnssýslu 295 — — — 38 I. —
I Borgarfj. og Mýrarsýslu . . 133 — — — 11 I. —