Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 97
B U N A Ð A R R I T
ÍKS
þó í rétta átt. Aðallega má nefna að nú eru til hér á
Sámsstöðum 2 stofnar at' túnvingul, er tekið hafa er-
lendu fræi fram, og álitlegar plöntur sem ekki er bú-
ið að reyna til fulls, af háliðagrasi, vallarsveifgrasi
og hávingul.
Túnræktin. Flest öllum tilraunum í túnrækt hefir
verið haldið áfram sem getið var í síðustu skýrslu
minni. Gildir það einkum fyrra árið. Vorið 1938 var
sumt af þeim tilraunum er húið var að gera i 4—8
ár, lagðar niður, en byrjað á nýjum tilraunum þess í
stað. Árið 1937 voru tilraunareitir í þágu túnræktar
365 talsins, og landsstærðin sem þær ná yfir 1,13 ha,
eru þetta nokkuð l'ærri tilraunareitir en var í árslok
1936, en þetta stafar af því, að mesl af þeim tilraun-
um, sem hyrjað var á vorið 1936, ónýttust veturinn
eftir, mest vegna áfreða og kals vorið 1937. Árið
1938 eru tilraunareitir i túnrækt 508 talsins og ti 1 -
raunalandið 1,55 ha. Þetta vor var byrjað á allmörg-
um nýjum tilraunum, einkum með sáðskiptigraslendi,
vaxið með smára- og grastegundum. Sömuleiðis var
byrjað á allvíðtækum tilraunum með fosforsýruáburð,
og verður hér drepið á nokkur atriði er þessar til-
raunir hafa hent á s. 1. sumar.
Túnræktarland stöðvarinnar 1937 var 7.12 ha og
fengust af því 348 hetb. (á 100 kg) af töðu, sömul.
var sáð í rúma 2 ha svo túriræktarlandið allt var í
árslok 9,53 ha. Túnræktarlandið 1938, sem gaf töðu,
var alls 9,9 ha og fengust af því 600 hestl). af töðu,
var þó ekki nema helmingur túnsins tvísleginn, sáð
var í rúma 2 ha til túnræktar, er því túnræktarlandið
allt fullir 12 lia. i árslok 1938. Öll túnin eru gamal-
ræktaðir lcorn- og kartöflugarðar. Áburður hefir mest
verið nitrophoska 300—350 kg á ha, sést af þessu, að
sáðskipliræktuð jörð getur gefið mikið hey þó áburð-
ur sé ekki milcill.
1 síðustu skýrslu minni, minntist ég á tilraun með