Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 99
BÚNAÐARRIT
S)f>
hvort belgjurtir eru í sáðskiptinu eða ekki. Þriðja
atriðið, sem ég hygg að styðji nokkuð að því, að túnið
sprettur betur eftir forræktun, er áburöurinn sem
gefinn er til sáðskiptijurtanna. Ef gefinn hefir verið
nægur áburður, verður ávallt einhver eftirverkun,
hann notast ekki allur til sáðskiptijurtanna, þó reikn-
ingslega sé hægt að færa sönnur á, að kalí og köfnun-
arefnið fari allt og meira til í hinn árlega afrakstur
sem korn og kartöflur gefa.
Við þessa tilraun hefir uppskeran venjulega tekið
allt kalí og köfnunarefni hins árlega áhurðar og tölu-
vert fram yfir það. Fosforsýran hefir aldrei farið öll,
og er því helzt að vænta eftirverkunar af henni og
áhrifum þeim, sem sáðræktin hefir haft á jarðveginn.
Bæði grasárin liefir komið í ljós, að korn- og kart-
öfluforræktin spretlur örar í í'yrri slætli en þar sem
engin forræktun var viðhöfð; ættu því sáðskiptirækt-
uð tún að verða fyr til og því hægt að hyrja þar slátt-
inn fyr en á venjulegri túnrækt. Tilraun sú, sem hér
ræðir um, var gerð á fremur ófrjóum móa, og mælir
hún eindregið með að forrækta jörðina áður en henni
er breytt í varandi tún. Eins árs forrækt verður ávallt
betri en engin forræktun, en helra reynist að rækta
landið í 2—3 ár og skiptir hér allmiklu hvernig jarð-
vegurinn er. Tyrfin jörð — framræst mýri — þarf
lengri forrækt en sand- eða móajörð. Hitt verður ávallt
að hafa í huga, að svelta ekki þær jurtir sein notaðar
eru í forræktina. Hér í þessari tilraun var áburður
hafður nægur eins og uppskerutölurnar hera vott um.
Eg hefi áður hreyft þessu máli í jarðrækt okkar,
og hvatt menn til þess að koma sáðskipti fyrir í jarð-
rækt sinni. Þetta hefir að inestu verið stutt af þeirri
reynslu er fengizt hefir við akuryrkjuna hér á Sáms-
stöðum. Sú tilraun, sem hér hefir verið skýrt frá,
mælir eindregið með skiptirækt á því landi er nota á
fyrir túnrækt. S. 1. vor var byrjað á 3 tilraunum með