Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 101
BÚNAÐARRIT
97
Verður eigi í þetta skipti greint nákvæmlega frá
niðurstöðum þessara tilrauna, en þess skal geta, að
þar sem borið var á 290 kg kali og 300 kg kalksalt-
pétur á ha varð heyfengurinn 47 hestar af ha, við það
að hæta 300 kg af sup. ofan á þennan áburð, jókst hey-
fengurinn um rúma 19 hesta af ha. Af þeim 5 nýju
fosforsýruáburðartegundum sem reyndar voru, sýndi
Rhenanial'osfatið og granúlerað superfosfat betri ár-
angur en venjulegt superfosfat. Hafa tilraunir þessar
benl mjög Ijóst á það, að vöntun er á auðleystri fos-
forsýsru í þann jarðveg sem tilraunirnar voru gerðar
á, og hygg ég, að víða muni vera brýn þörf á þessu
•efni, enda bendir margt tii þess að fosforsýran verði
fljótt torleyst i okkar jarðvegi og því treggæf á efni
sín til gróðursins.
Þá var gerð tilraun með dreifingartíma á nítro-
phoska og áburður 356 kg á ha. Dreift var frá 9. maí til
9. júní Bezt reyndist að dreifa þessum áhurði 9.—19.
maí. Síðari dreifing dró mjög úr verkun áburðarins.
Þó var vorið i kaldasta lagi, og hefir það eigi virzt
hafa nein áhrif.
Sömuleiðis var tilraun gerð með 350 kg nítrophoska
á ha og jafngildi hans i kali sup. og lcalksaltpétri.
Jafngildi í kalí, sup. og saltp. gaf 642 kg meira hey af
ha en nítrophoska. Nítroposkaið kostaði austur komið
kr. 110,95 á ha en hinar tegundirnar kr. 138,95 á ha.
Virðist því vera áhöld um hvort betur borgar sig að
nota. Nitroph. er handhægara og auðveldara í noktun
■en hinar 3 tegundirnar. Víða á móalendi mætti spara
kalíið og yrði þá ódýrara að bera á sup. og saltp. en
nitrophoska. Ýmsar aðrar tilraunir hafa verið gerð-
ar með fræblöndur, áburð, grastegundir o. fl., en það
verður ekki nú í þetta skipti greint frá árangri þeirra.
Hefi aðeins drepið á það sem ég tel að geti haft al-
mennt gildi.
Kormjrkjan. Eins og sést á veðurfarsyfirlitinu